Árni Johnsen:

Segir „hræddar brúður í kerfinu“ hafi komið í veg fyrir Vest­manna­eyja­göng

3.Maí'19 | 13:49
arni_j

Árni Johnsen

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í rúman áratug barist fyrir jarðgöngum á milli Vestmannaeyja og Landeyja. Hann er sannfærður um að Vestmannaeyjagöng komi til framkvæmda því göng séu nútímaleg. 

Þegar hann líti um öxl sjái hann að „hræddar brúður í kerfinu“ komu í veg fyrir samgöngubótina. Þetta sagði Árni í viðtali í Bítinu, nú í morgun. Árni var ekki sáttur með þátt tveggja fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. 

„Það er því miður þannig að það er svolítið mikið af þröskuldum í okkar þjóðfélagi. Hræddar brúður í kerfinu. Við vorum óheppnir með ráðherrana sem voru þá uppi, Sturla Böðvarsson og Kristján Möller.“

Ekki hvort heldur hvenær

Í viðtalinu hjá Bítinu sagði Árni að verkefnið væri vissulega kostnaðarsamt en bætir við að það myndi þó borga sig til lengri tíma litið. Sú lausn í samgöngumálum yrði lang hagstæðust að mati Árna. Vísir.is greinir frá.

Aðspurður hvort stjórnvöld sýndu hugmyndinni áhuga kveðst Árni ekki hafa heyrt um neitt slíkt. 

„Ég er ekki inn í þessum slag núna, í sjálfu sér, en það væri eina vitið að venda sínu kvæði í kross og fara í þessi göng. Það tæki í kringum sex ár að byggja göngin, 5-6 ár og það er engin spurning að þetta er það sem koma skal.“

Árni segir að ástæðan fyrir því að hugmyndin um Vestmannaeyjagöng hefði ekki komið til framkvæmdar sé sú að „menn hafi ekki viljað rugga bátnum á meðan verið var að byggja nýtt skip“.
 

Vegagerðin var á móti

Þá beinir hann spjótum sínum að Vegagerðinni.

„Vegagerðin var á móti þessari framkvæmd og Vegagerðin er nú á mörgu leyti slys á Íslandi því hún er svo þröngsýn þó hún geri margt gott. Þetta er nú bara því miður, sem blasir við sko, að menn ættu bara að venda sínu kvæði í kross og vaða í dæmið.“

Nánar um málið hér.

Tags

Samgöngur

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).