Mjaldrarnir koma til landsins í lok júní

3.Maí'19 | 11:11
mjaldrar_you_tube

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít. Skjáskot/youtube

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít koma til landsins um mánaðamótin júní-júlí. Mjaldrarnir, sem hafa fengið leyfi til búsetu í kví við Heimaey, áttu að vera fluttir til Vestmannaeyja í apríl en komu þeirra seinkaði vegna lokun Landeyjahafnar.

Sigla átti með mjaldrana til Vestmannaeyja um miðjan apríl mánuð en seinka þurfti komu þeirra um ókominn tíma vegna lokun hafnarinnar. Óttast var um öryggi hvalanna yrði siglt með þá í þrjá tíma frá Þorlákshöfn ef vont væri í sjóinn en ferð frá Landeyjahöfn tekur einungis um hálfa klukkustund. 

Sigurjón Ingi Sigurðsson, deildarstjóri sérlausna hjá TVG Zimsen, segir í samtali við ruv.is að ekkert hafi verið rætt um að flýta fyrir komu mjaldranna vegna opnun Landeyhahafnar. Samkvæmt plani koma þeir til landsins um mánaðamótin júní-júli. Þá séu mestar líkur á að veður verði gott að höfnin verði örugglega opin. Stefán segir þó að vikulega sé fundað um stöðu mála og aðstæður gætu breyst.  

Mjaldrarnir tveir verða fluttir frá Changfeng Ocean World sædýragarðinum í Shanghai til Íslands með flugvél Cargolux. Flutningur þeirra hér innanlands erí í höndum TVG-Zimsen. 

 

Rúv.is greindi frá. Nánar má lesa um málið hér.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).