Stefán Óskar Jónasson skrifar:

Sannleikurinn um aðkomu bæjarins að Gaujulundi

1.Maí'19 | 15:43
stefan_j_gaujulundur

Greinarhöfundur í Gaujulundi.

Mér hefur borist til eyrna orðrómur um að bærinn standi sig ekki í stykkinu hvað varðar Gaujulund sem eru alls ekki sannar. 

Í því sambandi vil ég benda á fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. maí 2017 þar sem rætt er um stöðu Gaujulundar. Var það gert að ósk Georgs Eiðs Arnarsonar, fulltrúa E-listans.

Þar er tekið fram að nýlega hafi verið unnið að endurbótum á vatnslögn. Einnig að óski umsjónaraðili eftir frekari aðkomu bæjarins í formi samstarfssamnings þurfi að senda erindi til bæjarráðs. Erfiðara  er að koma raflögn í Gaujulund og fyrir því eru margar ástæður.

Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi 22. júní sama ár og voru allir bæjarfulltrúar sammála um að halda við því starfi sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir, Gauja, hófu í Nýja hrauninu 1988.

Eftir bæjarstjórnarfundinn ræddi ég við Elliða Vignisson, þáverandi bæjarstjóra og sagði að finna þyrfti lausn á málinu. Hann sagði það ekkert mál og var niðurstaðan sú að ég ræddi við umsjónarmann Gaujulundar. Skilaboðin voru að hann gæti keypt allt efni, öll blóm og tré sem til þyrfti og fengið vinnuframlag greitt samkvæmt reikningum. Allt á kostnað bæjarins. Það stóð því ekki á bænum að leggja þessu þarfa máli lið.

Bæði núverandi og fyrrverandi bæjarstjórn hafa haft metnað til að halda áfram því starfi sem hófst í Gaujulundi fyrir rúmum 30 árum. Það ber að þakka umsjónarmanni fyrir vel unnin störf í 11 ár en maður hlýtur að staldra við þegar því er haldið fram að bæjarstjórn standi sig ekki í að viðhalda Gaujulundi sem í dag er ein af mörgum perlum á Heimaey.

 

Stefán Óskar Jónasson,

Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi E-listans.

 

Saga Gaujulundar

Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi eða lundi á Nýja hrauninu í Vestmannaeyjum aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973.  Í upphafi var þar enginn jarðvegur nema vikur.  Með árunum dafnaði lundurinn og fékk nafnið Gaujulundur eftir Guðfinnu.  Lundurinn hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem og Eyjamenn. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).