Fréttatilkynning:

Kiwanismenn styðja BUGL og Piata Ísland með sölu á K-lykli

1.Maí'19 | 14:10

“Gleymum ekki geðsjúkum” eru einkunnarorð K-dagsins í ár en geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða.

Dagana 2. - 4. maí n.k. munu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafell selja K-lykilinn en allur ágóði af sölunni rennur til Bugls - Barna og unglingageðdeildar Landsspítalans, og Pieta sem eru nýstofnuð samtök sem vinna að forvörnum fyrir fólk með sjálfskaða og sjálfsvígs hugsanir. Bæði þessi verkefni þjónusta allt landið.

Munu Kiwanisfélagar standa vaktina í nokkrum búðum bæjarins, einnig verður K-lykillinn til sölu hjá Bigga í Tvistinum dagana 1. - 10. maí. Húsasmiðjuna sér svo um að skera lykilinn frítt.

 

Með von um góðar viðtökur.

K-dagsnefnd Kiwanisklúbbsins Helgafells,

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%