Kveður Vinnslustöðina eftir 43 ára starf

30.Apríl'19 | 22:19
2_easy_vsv_2

Benóný Þórisson, Sigurður, Þorbjörg Rósa Jónsdóttir, Sigurgeir B. Kristgeirsson og Sindri Viðarsson. Mynd/vsv.is

Sigurður Ágústsson var kvaddur með virktum í Vinnslustöðinni í dag eftir samfelldan starfsferil í fyrirtækinu frá 14. febrúar 1976 eða í 43 ár!

Vinnufélagi Sigga og vinur, Jakob Möller, var að sjálfsögðu viðstaddur kveðjustundina, enda átti hann dramatískan þátt í því að Siggi kæmi upphaflega til Vestmannaeyja frá Reykjavík og festi þar rætur. Siggi upplýsti í dag að þeir félagar hefðu fengið sér ögn neðan í því í höfuðborginni og Jakob lagt að sér að koma til Eyja á vertíð. Það varð úr og vertíðin sú stóð yfir í meira en fjóra áratugi, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar

Brjóstbirta í góðum félagsskap getur því verið bæði afdrifarík og áhrifin býsna langvarandi.

Siggi settist að í verbúðum Vinnslustöðvarinnar og bjó þar með fleiri góðu fólki, þar á meðal sjálfum Bubba Morthens, um hríð. Bubbi hvarf hins vegar á braut, enda yfirlýstur farandverkamaður en Siggi er jarðbundnari. Hann fór hvergi fyrr en verbúðunum var lokað fyrir fullt og allt.

Sigurður er hæglætismaður að upplagi. Hann skilaði verkum sínum með miklum sóma, trúr og tryggur vinnustaðnum. Það kemur ekki beinlínis á óvart að hann skuli vera bókagrúskari og bókasafnari. Nú fær hann betra næði og tíma til að sinna grúskinu.

Honum fylgja góðar kveðjur, með þökk fyrir samveru og samvinnu undanfarna áratugi, segir jafnframt í fréttinni.

 

Fleiri myndir má sjá hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%