Skipasmíðastöðin Crist S.A:

Framlengdu ábyrgðinni um 30 daga

30.Apríl'19 | 15:18
nyr_her_crist

Nýr Herjólfur. Skjáskot/youtube.

Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A hefur samþykkt að opna ábyrgð til næstu 30 daga vegna uppgjörs á nýjum Herjólfi. Það gefur deiluaðilum svigrúm til að vinna að lausn sinna mála. 

Í morgun leit út fyrir að ekkert yrði af samningum á millli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar þar sem Vegagerðin innkallaði bankaábyrgðir sem áttu að renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. Þá sagði í tilkynningu Vegagerðarinnar í morgun að í dag kæmi í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengdi ábyrgðirnar, sem nú hefur verið gert.

Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A staðfestir við Eyjar.net að ábyrgðin sem nú er gefin út sé til 30 daga. 

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfestir við Eyja.net að framlenging hafi borist í dag og verið sé að fara yfir hana.

Tags

Herjólfur

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-