Dýpið enn ekki nægt í Landeyjahöfn

- aftur verður dýpið mælt í dag

28.Apríl'19 | 11:27
Disa_landeyjah_vegag

Dísa hefur verið við dýpkun í Landeyjahöfn undanfarna daga ásamt Reyni og Pétri mikla. Mynd/Vegagerðin

Dýpið var mælt í og við Landeyjahöfn síðdegis í gær. Ágætlega hefur gengið að dýpka síðustu daga, en enn vantar herslumuninn til að hægt sé að opna höfnina fyrir Herjólf. Björgun er nú með Dísu, Pétur mikla og Reyni við vinnu á svæðinu.

„Við erum að nálgast mjög nægilegt dýpi og vitum það betur síðar í dag, en aldan er á uppleið seinnipartinn og á morgun þannig að þótt dýpi væri komið er ekki víst að það verði fært fyrir Herjólf.” segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net nú i morgun.

Hér að neðan má sjá nýjustu mælinguna. Smelltu á mynd til að opna skjalið.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.