Úttekt á rekstri Hraunbúða

- útkomin skýrsla er því þarft gagn í áframhaldandi vinnu við að bæta þjónustu á Hraunbúðum í þágu bæði heimilismanna og starfsfólks

26.Apríl'19 | 06:59
joga_hraunbudir

Frá Hraunbúðum. Ljósmynd/hraunbudir.is

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom til umræðu úttekt Vestmannaeyjabæjar á rekstri Hraunbúða. Í bókun H- og E-lista segir að meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja taki undir bókun fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 8. apríl sl. 

Skýrsla um rekstur Hraunbúða er vel unnin og hægt er að nota hana til að gera ýmsar breytingar á rekstrinum til þjónustuaukningar og jafnframt hagræðingar á Hraunbúðum. Ánægjulegt er að mönnun á heimilinu sé í góðum málum og að heimilismönnum líði þar vel sem er aðalatriðið. 

Útkomin skýrsla er því þarft gagn í áframhaldandi vinnu við að bæta þjónustu á Hraunbúðum í þágu bæði heimilismanna og starfsfólks. Ráðstöfun fjármuna til að gera slíka skýrslu hefur hér verið vel varið, segir í bókun meirihlutans.

Í bókun minnihlutans segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi yfir ánægju með þá niðurstöðu úttektarinnar að Hraunbúðir séu vel mönnuð stofnun. Þá er ekki einungis átt við stöðugildi, heldur einnig hversu öflugu starfsfólki stofnunin býr yfir. Slíkt er ómetanlegt á stofnun eins og Hraunbúðum. 

Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að unnið sé úr þeim ábendingum sem fram koma í úttektinni. Þar sem ekki kemur fram í bókun fjölskyldu- og tómstundaráðs hvað skuli gera í framhaldi af úttektinni leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að eftirfarandi tillögur komi til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins. 

  1. Kannað verði hvort hagræði sé í því að bjóða út rekstur eldhúss Hraunbúða. Stofnaður verði stýrihópur sem í sitja fulltrúi meirihluta og minnihluta, framkvæmdastjóri sviðsins og fagstjóri málefna eldri borgara sem veitir hópnum forstöðu og heldur utan um vinnuna. Stýrihópurinn muni síðan kalla aðra hlutaðeigandi að eftir þörfum. Hlutverk hópsins er m.a. að vega og meta kosti og galla við að fara í útboð á eldhúsinu og láta kostnaðarmeta skipulagsbreytingar eða aðrar hugmyndir og tillögur til rekstrarhagræðingar í eldhúsi. Hópurinn skal skila af sér niðurstöðum til ráðsins til frekari ákvarðanatöku, eigi síðar en í september.
  2. Kallað er eftir samantekt frá fagstjóra málefna eldri borgara um þróun starfsemi þvottamála á Hraunbúðum, hugmyndum og tillögum til breytinga. Skal samantektin lögð fyrir ráðið til frekari ákvarðanatöku. 
  3. Bæjarstjóri óski eftir fundi við Heilbrigðisráðuneytið þar sem þrýst verður á stjórnvöld að endurskoða smæðarálag vegna sérstöðu Hraunbúða vegna staðsetningar ásamt því að þrýsta á að stjórnvöld borgi þá þjónustu sem Vestmannaeyjabær hefur greitt með Hraunbúðum til að viðhalda óskertu þjónustustigi en sú upphæð nemur mörg hundruð milljónum frá því að sveitarfélagið tók málaflokkinn yfir. 


Liðurinn úr fundargerðinni var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.