Grunnskólaheimsókn í uppsjávarvinnslu VSV

26.Apríl'19 | 06:35
5_bekkur_vsv

Ljósmyndir/vsv.is

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu VSV á miðvikudaginn var, og fóru fjölfróð og ánægð heim. Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. 

Það fór sem fór, „fiskur árgangsins“ er bara ekki veidd sem stendur og því ekkert að sýna. Vinnslustöðin bauð þá krökkunum að koma samt og kynnast öllu sem væri að gerast á öðrum sviðum vinnslunnar í fyrirtækinu.

Það gerðu þau og Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs, tók á móti hópnum og af viskubrunni sínum um um veiðar og vinnslu. Gestirnir fengu að skoða þorsk, ufsa og karfa og sjá afurðir sem unnar eru úr þeim fisktegundum, bæði frosnar og saltaðar.

Að endingu fengu krakkarnir kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.