„Fyrr er verkinu ekki lokið”

24.Apríl'19 | 16:49
petur_mikli_reynir_landey_bjorgun_ads

Ljósmynd/aðsend

„Samningurinn við Björgun gengur út á að það eigi að skila höfninni, hafnarmynninu og rifinu á ákveðnu dýpi, fyrr er verkinu ekki lokið. Þannig að það verður unnið við það áfram eftir 1. maí.” segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.

Ástæða fyrirspurnar Eyjar.net er sú að rætt hefur verið um að í samningnum við Björgun komi fram að tímabil dýpkunarinnar sé að vori til frá 1. mars til 1. maí. 

G. Pétur segir að unnið sé að dýpkun svo sem kostur er og þótt spá um veður og öldufar mætti vera betri, er útlit fyrir að nokkurt færi gefist nú til að opna höfnina fyrir Herjólf næstu daga.

Er hann er spurður út í stöðuna á samningaviðræðum milli Vegagerðarinnar og Crist S.A um lokauppgjör á nýjum Herjólfi er svarið stutt, „Get ekkert sagt varðandi nýju ferjuna á þessu stigi máls.”

Því er við þetta að bæta að dýpkunarskip Björgunar komust aftur til starfa á svæðinu í nótt, en Dísa kom aftur til hafnar í Eyjum nú síðdegis. 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.