Hafa leitað annað með dýpkun

23.Apríl'19 | 20:59
iris_robertsd

Íris Róbertsdóttir segir að bæjaryfirvöld séu búin að hafa samband við aðila erlendis um að dýpka Landeyjahöfn.

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við dýpkunarverktaka í útlöndum og athugað hvort hann geti hjálpað til við dýpkun Landeyjahafnar. Ráðið segir óboðlegt að núverandi verktaki hafi hvorki tækjakost né metnað til að sinna verkinu. 

Dýpkun Landeyjahafnar var eina málið á aukabæjarráðsfundi í Vestmannaeyjum í hádeginu. Fundin sátu Njáll Ragnarsson formaður ráðsins, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Dýpkunarfyrirtækið Björgun vann ekkert í höfninni á páskadag og aðeins hluta gærdagsins þótt vel viðraði. Þetta telur bæjarráðið að sýni metnaðarleysi og séu vanefndir á samningi við Vegagerðina. Þá er tækjakostur fyrirtækisins ekki nægilega öflugur, segir Íris í samtali við Ríkisútvarpið. Ráðið talaði á fundinum símleiðis við Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar.

„Hún bara skildi mjög vel að við værum bara búin að fá nóg. Og ég bara á von á því að menn leiti allra leiða til þess að laga þetta ástand. En málið er það að þetta er ekki hægt. Það verður að leita annarra leiða til þess að opna þessa höfn heldur en það sem verið er að gera núna,“ segir Íris í samtali við ruv.is.

Telja þetta fullreynt

Íris segir í viðtalinu að bæjaryfirvöld vilji að Vegagerðin fari í að fá öflugri dýpkunarskip að utan. „Við teljum þetta fullreynt.“ segir bæjarstjóri.

Hún segir að búið sé að hafa samband við aðila erlendis og búið sé að koma þeim upplýsingum til Vegagerðarinnar að það séu aðilar sem geta tekið að sér svona verkefni, bæði aðilar sem hafa verið við Ísland og eru fyrirtæki sem reka dýpkunarskip.

„Við viljum bara að Vegagerðin kanni það hvort að það sé ekki hægt að fá alla vega fleiri aðila að þessu. Þetta gengur ekki eins og þetta er núna.“

 

ruv.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.