Dísa byrjuð að dýpka

22.Apríl'19 | 15:17
disa_19

Dýpkunarskipið Dísa. Ljósmynd/TMS

Eftir hádegi í dag hélt dýpkunarskip Björgunar - Dísa úr höfn í Vestmannaeyjum og var ferðinni heitið í Landeyjahöfn þar sem veður er til dýpkunar eftir brælu við Landeyjahöfn síðan í þarsíðustu viku. 

Þá er efnistökuskipið Pétur mikli einnig á leið í Landeyjahöfn í sömu erindagjörðum, en fyrir er gröfupramminn Reynir í höfninni. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýndi Björgun harðlega í viðtali við Eyjar.net nú í morgun, en ljóst er að dýpkun hefði getað hafist í gærkvöldi.

Sjá viðtalið: „Okkur er hreinlega haldið hér í gíslingu”

Hugsanlega er um að ræða brot á samningi

G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að engin svör fáist um það hvers vegna ekki hafi verið byrjað að dýpka. „Nú bara vitum við það ekki við höfum reynt að ná í forsvarsmenn fyrirtækisins en það hefur ekki gengið hingað til, þannig við vitum ekki af hverju þeir eru ekki að dýpka en þeir eiga að vera að dýpka. Við þurfum að skoða það í framhaldi en hugsanlega er um að ræða brot á samningi og lítur þannig út við fyrstu sýn allavega.“

Í fyrra sigldi Herjólfur sína fyrstu ferð frá höfninni 5. mars. G. Pétur segir að staðan sé mikil vonbrigði og nú nota þurfi hvern einasta klukkutíma sem gefist til að dýpka höfnina. „Nei við erum mjög ósátt við þetta, það er langt liðið á vorið og opnun Landeyjarhafnar er mjög seint á ferð núna þannig það verður að nota hvern einasta klukkutíma sem gefst til að dýpka og við erum búin að vera að bíða eftir að veðrið gangi niður. Og eins og ég segi þá flýttum við okkar dýptarmælingu til að björgun hefði allt í höndunum til að dýpka og það strax þannig það eru gríðarleg vonbrigði að menn séu ekki að gera það núna.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).