Bjarni sigraði skotfimismót Skotfélags Vestmannaeyja

21.Apríl'19 | 09:13
sigurvegarar_skotm

Sigurvegarar mótsins. Ljósmyndir/aðsendar

Á föstudaginn sl. hélt Skotfélag Vestmannaeyja 22 LR riffla skotfimismót. Mótið átti að byrja kl 10:00 um morgun en var frestað vegna veðurs til kl 13:00. Keppendur voru 14 talsins og var keppt í tveimur lotum. Fyrst úr 25 m og síðan í 50 m.

Skotið var úr sytjandi stöðu, tvífætur og púðar voru leyfðir. Keppnin var orðin ansi spennandi þar sem hún endaði í bráðabana fyrir efstu 3 sæti. Bráðabaninn fyrir 3 sæti var skotið úr 25m á minni skífu og bráðabaninn fyrir 1 og 2 sæti var skotið úr 50m á minni skífu.

Verðlaunapeningar voru í boði Skotfélags Vestmannaeyja og vinningar í boði HLAÐ SF.

Úrslit mótsins:

1 sæti: Bjarni Óskarsson (marlin 925)

2 sæti: Óskar Elías Sigurðsson (savage mk II)

3 sæti: Ólafur Eysteinn Tórshamar (cz 513 farmer)

4 sæti: Leo Snær Finnsson (cz 513(Haraldur))

5 sæti: Jón Högni Stefánsson (Bsa Martini mk II)

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%