Bjarni sigraði skotfimismót Skotfélags Vestmannaeyja

21.Apríl'19 | 09:13
sigurvegarar_skotm

Sigurvegarar mótsins. Ljósmyndir/aðsendar

Á föstudaginn sl. hélt Skotfélag Vestmannaeyja 22 LR riffla skotfimismót. Mótið átti að byrja kl 10:00 um morgun en var frestað vegna veðurs til kl 13:00. Keppendur voru 14 talsins og var keppt í tveimur lotum. Fyrst úr 25 m og síðan í 50 m.

Skotið var úr sytjandi stöðu, tvífætur og púðar voru leyfðir. Keppnin var orðin ansi spennandi þar sem hún endaði í bráðabana fyrir efstu 3 sæti. Bráðabaninn fyrir 3 sæti var skotið úr 25m á minni skífu og bráðabaninn fyrir 1 og 2 sæti var skotið úr 50m á minni skífu.

Verðlaunapeningar voru í boði Skotfélags Vestmannaeyja og vinningar í boði HLAÐ SF.

Úrslit mótsins:

1 sæti: Bjarni Óskarsson (marlin 925)

2 sæti: Óskar Elías Sigurðsson (savage mk II)

3 sæti: Ólafur Eysteinn Tórshamar (cz 513 farmer)

4 sæti: Leo Snær Finnsson (cz 513(Haraldur))

5 sæti: Jón Högni Stefánsson (Bsa Martini mk II)

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).