Göngustígur lagfærður á Dalfjalli

18.Apríl'19 | 05:44
IMG_9644

Fjölmennt var á Dalfjalli á sunnudaginn. Ljósmyndir/TMS

Á sunnudaginn síðastliðinn fór hópur fólks upp á Dalfjall til að lagfæra göngustíginn í fjallinu. Stígarnir eru orðnir djúpir og halda áfram að dýpka, verði ekkert að gert. Var því ákveðið að nýta stuðlabergið úr skriðum fjallsins til að leggja í stígana. 

Fyrir um ári síðan var slík tilraun gerð á kafla efst í fjallinu. Eftir að búið er að leggja grjótið, er sáð í og svo er settur spotti yfir til að ekki sé gengið á stígunum á meðan grjótið er að bindast í jarðveginum. Tilraunin gafst vel og sótt var um styrk til umhverfis og skipulagsráðs til að halda áfram með verkið.   

Páll Scheving, sem átti hugmyndina að tilrauninni, sótti um styrk til verksins til umhverfis- og skipulagsráðs var ánægður með verkið og mætinguna hjá íþróttafólkinu sem tók að sér verkefnið og hlýtur styrkinn. Lagt var í 50 metra í þessari lotu.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.