Fundað í dag um uppgjör nýs Herjólfs

16.Apríl'19 | 13:54
AFT LOUNGE 32

Myndin er tekin um borð í nýja Herjólfi. Mynd/aðsend.

Sendinefnd á vegum Vegagerðarinnar með Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar í fararbroddi á fund í dag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. Fundað er í Póllandi.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfestir við Eyjar.net að fundað verði í dag, en segir að ekkert verði látið uppi um gang mála að honum loknum, að svo stöddu og er það samkvæmt samkomulagi þar um.

Vegagerðin leitaði ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð við kröfum stöðvarinnar og var niðurstaða sérfræðingana að krafa skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu eigi sér ekki stoð í samningi og var henni því hafnað. Frá þessu var greint þann 23. mars sl.

Talsverðar upphæðir sem greinir á um

Undir lok mars-mánaðar sendi Vegagerðin frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að krafa skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu, sem ekki hafi áður verið nefnd, hljóði upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða ísl. kr. á gengi dagsins. 

Í síðustu viku sagði Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., málið með ólíkindum. Hann sagði að teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakaði hann Vegagerðina um taktleysi.

„Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ sagði Björgvin.

Jákvætt að deiluaðilar fundi

„Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson  samgönguráðherra um málið í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni á síðasta degi mars-mánaðar.

Það verður því að teljast jákvætt að deiluaðilar hittist nú og fari yfir málin, í von um að hægt verði að komast að niðurstöðu. Drátturinn á að fá nýja ferju í drift á milli lands og Eyja er nú þegar orðinn alltof langur. Núverandi ferja er orðin 27 ára gömul.

 

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.