Skoða hvort hægt sé að breyta ferðaáætlun mjaldranna

15.Apríl'19 | 16:40
mjaldrar_you_tube

Mjaldrarnir Litla-hvít og Litla-grá. Skjáskot/youtube

Koma mjaldra systranna Litlu-hvítar og Litlu-gráar til landsins frestast enn frekar. TVG Zimsen, sem flytur mjaldrana til landsins, skoða nú hvort hægt sé að flýta fyrir komu þeirra með flugi í stað siglingar til Vestmannaeyja.

Þetta kemur fram á vefsíðu Ríkisútvarpsins - ruv.is. Sem kunnugt er áttu mjaldrarnir að koma til landsins á morgun, þriðjudag. Þeir hefja dvöl sína á Íslandi í risastórri hvalalaug í Vestmannaeyjum. Þaðan verða þeir fluttir í Klettsvík eftir nokkurra vikna aðlögunartíma. 

Sigurjón Ingi Sigurðsson, deild­ar­stjóri sér­lausna hjá TVG Zimsen, segirað nákvæm dagsetning á flutningum liggi ekki fyrir. Nú sé verið að skoða hvort hægt sé að breyta ferðaáætluninni og hvaða aðferðum verði beitt við að flytja hvalina til landsins. Meðal annars verði skoðað hvort hægt verði að fljúga með þá alla leið til Vestmannaeyja í stað þess að sigla með þá. Siglingin sé stór óvissuþáttur sem þannig væri hægt að útrýma og þar með flýta fyrir komu þeirra til landsins. Fulltrúar TVG-Zimsen hafa setið fundi í allan dag og rætt mögulegar aðferðir við flutninga. Annar fundur er fyrirhugaður síðar í dag, segir enn fremur í frétt RÚV.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).