Skoða hvort hægt sé að breyta ferðaáætlun mjaldranna

15.Apríl'19 | 16:40
mjaldrar_you_tube

Mjaldrarnir Litla-hvít og Litla-grá. Skjáskot/youtube

Koma mjaldra systranna Litlu-hvítar og Litlu-gráar til landsins frestast enn frekar. TVG Zimsen, sem flytur mjaldrana til landsins, skoða nú hvort hægt sé að flýta fyrir komu þeirra með flugi í stað siglingar til Vestmannaeyja.

Þetta kemur fram á vefsíðu Ríkisútvarpsins - ruv.is. Sem kunnugt er áttu mjaldrarnir að koma til landsins á morgun, þriðjudag. Þeir hefja dvöl sína á Íslandi í risastórri hvalalaug í Vestmannaeyjum. Þaðan verða þeir fluttir í Klettsvík eftir nokkurra vikna aðlögunartíma. 

Sigurjón Ingi Sigurðsson, deild­ar­stjóri sér­lausna hjá TVG Zimsen, segirað nákvæm dagsetning á flutningum liggi ekki fyrir. Nú sé verið að skoða hvort hægt sé að breyta ferðaáætluninni og hvaða aðferðum verði beitt við að flytja hvalina til landsins. Meðal annars verði skoðað hvort hægt verði að fljúga með þá alla leið til Vestmannaeyja í stað þess að sigla með þá. Siglingin sé stór óvissuþáttur sem þannig væri hægt að útrýma og þar með flýta fyrir komu þeirra til landsins. Fulltrúar TVG-Zimsen hafa setið fundi í allan dag og rætt mögulegar aðferðir við flutninga. Annar fundur er fyrirhugaður síðar í dag, segir enn fremur í frétt RÚV.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.