Formannsskipti hjá Sjómannafélaginu Jötni

Kolbeinn Agnarsson tekur við keflinu af Þorsteini Inga Guðmundssyni

15.Apríl'19 | 08:01
kolb

Kolbeinn Agnarsson á bryggjunni í Eyjum.

Á aðalfundi Sjómannafélagsins Jötuns þann 28. mars sl. urðu formannsskipti hjá félaginu. Þorsteinn Ingi Guðmundsson lét þá af formennsku og við tók Kolbeinn Agnarsson.

Auk Kolbeins voru kosnir í stjórn Ríkaharður Zoega Stefánsson sem er varaformaður. Gjaldkeri er Árni Þór Gunnarsson, Sveinn Magnússon er ritari, vararitari er Erlingur Guðbjörnsson og Sigurfinnur Sigurfinnsson og Hjörleifur Friðriksson eru meðstjórnendur.

Ættaður úr Mýrdalnum

Kolbeinn er fæddur á Selfossi árið 1970, ættaður úr Mýrdalnum. Hann var í sveit til 17 ára aldurs ásamt því að vinna við bílamálun í fyrirtæki foreldra sinna á Selfossi. Kolbeinn er giftur Guðríði Jónsdóttur og eiga þau þrjár dætur saman.

Hann flytur til Eyja árið 1993 og hóf sjómennsku sína á Bylgju VE. Einnig hefur nýi formaðurinn róið á Vestmannaey VE, Ísleifi VE, Huginn VE og Breka VE.

Kolbeinn segir aðspurður um hvort breytingar verði hjá félaginu við formannsskiptin að hann verði í hálfu starfi hjá félaginu, sem áður var fullt starf. „Hulda Skarphéðinsdóttir sér áfram um skrifstofuna frá kl: 13 - 16 virka daga eins og verið hefur. Þorsteinn (Doddi) Guðmundsson verður mér innan handar í einhverjar vikur.”

Óhætt er að segja að Kolbeinn þekki félagið ágætlega. Hann er búinn að vera í stjórn Sjómannafélags Jötuns í nokkuð mörg ár, þar af fjögur ár sem varaformaður.

Hlakkar til að vinna með sjómönnum sem og útgerðarfólki

Aðspurður segir Kolbeinn að helstu baráttumál félagsins séu að fiskverð sé sanngjarnt, að orlofs og lífeyrismál séu eins og hjá öðru vinnandi fólki í landinu. Þá þurfi að laga veikindarétt og ýmislegt fleira. Hann segir að um 170 félagsmenn séu í félaginu í dag. 

Kolbeinn vill að lokum skora á félagsmenn að skoða og nýta sér það sem Sjómannafélagið Jötunn hefur upp á að bjóða.

„Ég hlakka til að vinna með sjómönnum sem og útgerðarfólki hér í Eyjum.” segir Kolbeinn að endingu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.