Fimm verkefni frá Eyjum hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

12.Apríl'19 | 05:14
jolasveinar_2018_sigva

Þrettándinn - heimildarmynd fékk hæsta styrkinn af Eyjaverkefnunum. Skjáskot/SIGVA media.

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. 

Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2019. Umsóknir voru 107 talsins, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 49 umsókn og 58 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var ríflega 50 mkr. úthlutað til 74 verkefna úr báðum flokkum. Samþykkt var að veita 29 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna samtals að upphæð 25 mkr. og 45 verkefnum í flokki menningarverkefna sem hlutu samanlagt ríflega 25 mkr.

Alls voru fimm verkefni héðan frá Eyjum sem hlutu styrki að þessu sinni upp á samtals 1850 þúsund.

Styrkirnir sem komu til Vestmannaeyja eru:

Heiti verkefnis

Umsækjandi

Styrkveiting

  Tegund

Þrettándinn - heimildarmynd

SIGVA media ehf.

500.000

  Menningarstyrkur

Umbrotatímar með Svabba Steingríms

Sindri Ólafsson

250.000

  Menningarstyrkur

Hálft í hvoru - Tónleikar

Kristín Jóhannsdóttir

300.000

  Menningarstyrkur

Heilsueflandi markaðssókn

Jaqueline Cardoso da Silva

400.000

  Atvinnuþróunar- og     nýsköpunarstyrkur

Blúndur & Blásýra

Leikfélag Vestmannaeyja

400.000

  Menningarstyrkur

 

Hér má sjá öll verkefnin sem hlutu styrki.

Tags

SASS

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).