Herjólfsdeilan:

Fulltrúar Vegagerðarinnar á leið til fundar við Pólverjana

Bæjarstjórn fer framá við Vegagerðina að unnið verði minnisblað þar sem því verði lýst hvernig stofnunin hyggist koma í veg fyrir að þær aðstæður sem nú eru uppi muni endurtaka sig næsta haust

11.Apríl'19 | 20:12
AFT LOUNGE 008

Nýr Herjólfur er nú tilbúinn í Póllandi. Ljósmynd/aðsend

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar í kvöld að fulltrúar frá Vegagerðinni séu á leið til Póllands í næstu viku til viðræðna við forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A um lokauppgjör vegna smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Þá upplýsti bæjarstjóri um að Vegagerðin ætli að koma inn með fjármagn til Herjólfs ohf. vegna þriggja aukaferða í kringum páskahátíðina, verði siglt til Þorlákshafnar, eins og allt bendir til í dag.

Leita þarf allra leiða til að ráða bót á þessu ófremdarástandi þegar í stað

Töluverðar umræður voru á fundinum um þá stöðu sem uppi er í samgöngumálum og var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af stöðu samgöngumála milli lands og Eyja.

Afhending nýs Herjólfs hefur dregist óhóflega og enn er ekki útséð um hvenær skipið kemur til Eyja. Bæjarstjórn hvetur Vegagerðina til þess að ljúka samningum við pólsku skipasmíðastöðina sem allra fyrst og sigla nýju glæsilegu skipi til heimahafnar í Vestmannaeyjum.

Enn alvarlegri er staða dýpkunar í Landeyjahöfn. Opnun hafnarinnar er nú þegar orðin meira en mánuði seinni en í fyrra og enn er ekkert hægt að segja til um hvenær úr rætist. Því miður hafa öll þau varnaðarorð sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum höfðu uppi áður en samið var við nýjan dýpkunaraðila gengið eftir. Fyrir löngu var ljóst að verktakinn sem sinnir verkinu hefur ekki yfir að ráða þeim tækjakosti sem dugar til að opna höfnina innan viðunandi tímamarka þegar veður leyfir dýpkun. Á sama tíma og fyrirtæki í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa á sama tíma og verulega þrengir að undirstöðuatvinnugrein samfélagsins.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fer því framá við Vegagerðina að unnið verði minnisblað þar sem því verði lýst hvernig stofnunin hyggist koma í veg fyrir að þær aðstæður sem nú eru uppi muni endurtaka sig næsta haust. Ekki verður við það unað að höfnin lokist í eins langan tíma eins og raunin er nú. Samgönguyfirvöld í landinu verða að gera sér grein fyrir því hversu grafalvarlegt ástandið er og leita þarf allra leiða til að ráða bót á þessu ófremdarástandi þegar í stað, segir í bókun bæjarstjórnar.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%