Starfshópur um framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamála:

Á að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum

10.Apríl'19 | 08:27
vellir

Ljósmynd/TMS

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var aftur til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest vilja fjölskyldu- og tómstundaráðs að stofna starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum.

Ráðið leggur til að í starfshópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta, Hrefna Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson, fulltrúi minnihlutans, Ingólfur Jóhannesson, einn fulltrúi frá ÍBV héraðssambandi, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs. Fulltrúi frá meirihluta stýrir hópnum.

Tilgangur starfshópsins er að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum í Vestmannaeyjum næstu 10 ára. Lagt er til að íþróttafélög innan héraðssambands ÍBV verða kölluð inn hvert fyrir sig og beðin um að koma með þeirra framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag næstu árin, fyrir sitt félag. Fyrsta verkefni starfshópsins er að safna þessum upplýsingum, vinna úr þeim og eftir föngum kalla til þá aðila til sín sem þurfa þykir til að fá heildarsýn á verkefnið. Næsta verkefni starfshópsins er að setja saman þarfir/óskir félagana, sem þarf að meta, forgangsraða og kostnaðargreina.

Lokaverkefni hópsins er að leggja fram tillögur fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð um forgangsröðun verkefna, tímasetja þau og kostnaðarmeta. Fjölskyldu- og tómstundaráð mun í framhaldinu vinna áfram með niðurstöður hópsins og leggja fyrir bæjarstjórn tillögu um framtíðarsýn til næstu 10 ára í íþróttamálum. Mælst er til að starfshópurinn verði tilbúin með niðurstöður fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð í október á þessu ári, segir í bókun ráðsins.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).