„Hefði verið heppilegra í ár að vera með afkastameira skip”

10.Apríl'19 | 09:55

Landeyjahöfn er ennþá ófær fyrir Herjólf.

Aðeins hefur verið hægt að dýpka í Landeyjahöfn í 61 klukkustund það sem af er þessu ári samanborið við 336 stundir á sama tíma í fyrra. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 

Enn hefur ekki tekist að opna höfnina eftir veturinn og hefur Írís Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, óskað eftir óháð úttekt verði gerð á Landeyjahöfn. Hún segir ófremdarástand á höfninni. Fréttavefur Ríkisútvarpsins - ruv.is - greinir frá.

„Dýpkun Landeyjahafnar er ekkert einfalt mál,“ segir G. Pétur. „Það sem við teljum að hafi ráðið mestu í ár er veðurfarið. Það er ölduhæðin sem hefur mest um það að segja hvort dýpkunarskipin geti athafnað sig í hafnarminninu. Klukkustundir í ár þar sem hafa verið góðar aðstæður til að dýpka hafa verið 61 frá 1. mars til 7. aprí. Í fyrra voru þetta 336 stundir á sama tíma, sem sagt fimm sinnum fleiri stundir til þess að dýpka. Þannig að það er meginástæðan fyrir því að því miður hefur höfnin ekki verið opnuð ennþá,“ sagði G. Pétur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„En við gerum okkur grein fyrir því að þessir gluggar til að opna höfnina eru mjög litlir og stuttir oft á tíðum, því veður er bara þannig. Þannig að auðvitað hefði verið heppilegra í ár að vera með afkastameira skip til þess að geta tekið meira þá fáu daga sem gefast.“

 

Ruv.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.