Undirbúa veiðar á humri í gildrur
9.Apríl'19 | 07:01Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hyggst í sumar undirbúa og jafnvel hefja tilraunaveiðar á humri í gildrur. Humarinn yrði síðan fluttur lifandi úr landi og boðinn viðskiptavinum á veitingahúsum, væntanlega að mestu á meginlandi Evrópu til að byrja með.
Humarkvóti er í sögulegu lágmarki og kom fram í ræðu sem Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, flutti á aðalfundi félagsins í lok síðasta mánaðar að þetta væri m.a. gert til að bregðast við samdrættinum.
Fyrir tæpum tíu árum gerði Vinnslustöðin tilraunir með gildruveiðar. Þær gengu þokkalega „en við hvorki þekktum mikið til tilheyrandi markaðsmála né höfðum nægilega góð tengsl við markaðinn,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni.
Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, að þessar veiðar yrðu fyrst og fremst í tilraunaskyni. Fyrirtækið eigi humargildrur, en það sé ekki nóg að koma þeim fyrir á líklegum stöðum.
Tags
VinnslustöðinVilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).