Undirbúa veiðar á humri í gildrur

9.Apríl'19 | 07:01
vsv_2016

Vinnslustöðin. Ljósmynd/TMS

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hyggst í sum­ar und­ir­búa og jafn­vel hefja til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur. Humar­inn yrði síðan flutt­ur lif­andi úr landi og boðinn viðskipta­vin­um á veit­inga­hús­um, vænt­an­lega að mestu á meg­in­landi Evr­ópu til að byrja með.

Humarkvóti er í sögu­legu lág­marki og kom fram í ræðu sem Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður VSV, flutti á aðal­fundi fé­lags­ins í lok síðasta mánaðar að þetta væri m.a. gert til að bregðast við sam­drætt­in­um.

Fyr­ir tæp­um tíu árum gerði Vinnslu­stöðin til­raun­ir með gildruveiðar. Þær gengu þokka­lega „en við hvorki þekkt­um mikið til til­heyr­andi markaðsmá­la né höfðum nægi­lega góð tengsl við markaðinn,“ sagði Guðmund­ur í ræðu sinni.

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri, að þess­ar veiðar yrðu fyrst og fremst í til­rauna­skyni. Fyr­ir­tækið eigi humar­gildr­ur, en það sé ekki nóg að koma þeim fyr­ir á lík­leg­um stöðum.

 

Mbl.is greindi frá.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).