Afmælissýningaröð í Einarsstofu

Karlar á Listasafni Vestmannaeyja

Sýningin er opin 5.-16. apríl

9.Apríl'19 | 05:00
safnahusid_utan

Einarsstofa er í Safnahúsinu. Ljósmynd/TMS

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og – konur á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru.

Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk. Að þessu sinni sýnum við málverk eftir karla sem Listasafn Vestmannaeyja á aðeins eitt eða fáein verk eftir.

Verk eftirfarandi karla eru að þessu sinni dregin fram: Guðmundur Björgvinsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur S. Gíslason, Höskuldur Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Jón Jónsson, Kristján Magnússon, Pétur Friðrik Sigurðsson, Pocock, A., Stefán Jónsson Stórval, Steingrímur St.Th. Sigurðsson, Torel, B. og Vignir Jóhannsson.

Sýningin stendur fram undir páska, segir í frétt á vefsíðu Safnahúss.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.