Afmælissýningaröð í Einarsstofu

Karlar á Listasafni Vestmannaeyja

Sýningin er opin 5.-16. apríl

9.Apríl'19 | 05:00
safnahusid_utan

Einarsstofa er í Safnahúsinu. Ljósmynd/TMS

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og – konur á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru.

Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk. Að þessu sinni sýnum við málverk eftir karla sem Listasafn Vestmannaeyja á aðeins eitt eða fáein verk eftir.

Verk eftirfarandi karla eru að þessu sinni dregin fram: Guðmundur Björgvinsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur S. Gíslason, Höskuldur Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Jón Jónsson, Kristján Magnússon, Pétur Friðrik Sigurðsson, Pocock, A., Stefán Jónsson Stórval, Steingrímur St.Th. Sigurðsson, Torel, B. og Vignir Jóhannsson.

Sýningin stendur fram undir páska, segir í frétt á vefsíðu Safnahúss.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is