Góðum aflabrögðum fagnað hjá VSV

9.Apríl'19 | 07:33
brynjolfur

Brynjólfur VE hefur fært yfir 1000 tonn að landi frá áramótum. Ljósmynd/TMS

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu.

Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins og aflasamsetningin er mun fjölbreyttari en hjá viðmiðunarskipunum, segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar - vsv.is.

Önnur botnfiskskip Vinnslustöðvarinnar hafa líka aflað vel á vertíðinni.

  • Brynjólfur VE hefur fært yfir 1000 tonn að landi frá áramótum. Hann hóf vertíðina á fiskitrolli en skipti yfir á net um miðjan febrúar.
  • Kap II VE hefur aflað yfir 850 tonn frá því í lok janúar. Skipið var frá veiðum vegna mikilla endurbóta í desember og fyrstu vikum nýs árs en hóf veiðar á þorskanetum í lok janúar.
  • Drangavík VE er komin með 1300 tonn frá því í janúar; þorsk, ýsu, ufsa, skarkola og fleiri tegundir.

„Áhafnir á skipum félagsins hafa skilað miklum verðmætum á land á fyrsta fjórðungi ársins. Full ástæða var til að halda upp á það með þeim um helgina með kökum og kátínu!“ segir Sverrir Haraldsson.

Myndir frá kaffisamsæti áhafnana má sjá hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).