Góðum aflabrögðum fagnað hjá VSV

9.Apríl'19 | 07:33
brynjolfur

Brynjólfur VE hefur fært yfir 1000 tonn að landi frá áramótum. Ljósmynd/TMS

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu.

Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins og aflasamsetningin er mun fjölbreyttari en hjá viðmiðunarskipunum, segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar - vsv.is.

Önnur botnfiskskip Vinnslustöðvarinnar hafa líka aflað vel á vertíðinni.

  • Brynjólfur VE hefur fært yfir 1000 tonn að landi frá áramótum. Hann hóf vertíðina á fiskitrolli en skipti yfir á net um miðjan febrúar.
  • Kap II VE hefur aflað yfir 850 tonn frá því í lok janúar. Skipið var frá veiðum vegna mikilla endurbóta í desember og fyrstu vikum nýs árs en hóf veiðar á þorskanetum í lok janúar.
  • Drangavík VE er komin með 1300 tonn frá því í janúar; þorsk, ýsu, ufsa, skarkola og fleiri tegundir.

„Áhafnir á skipum félagsins hafa skilað miklum verðmætum á land á fyrsta fjórðungi ársins. Full ástæða var til að halda upp á það með þeim um helgina með kökum og kátínu!“ segir Sverrir Haraldsson.

Myndir frá kaffisamsæti áhafnana má sjá hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-