„Við sem sitjum uppi með afleiðingarnar“

9.Apríl'19 | 12:19
Disa_landeyjah_vegag

Dýpkunarskipið Dísa. Ljósmynd/Vegagerðin

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að óskað hafi verið eftir að óháð úttekt verði gerð á Landeyjahöfn. Verktakinn sem sinnir dýpkun hafi ekki tæknilega getu til að sinna verkinu. Útboðið hafi verið gallað og bjóða ætti verkið út aftur.

Enn hefur ekki tekist að opna Landeyjahöfn eftir veturinn. Á síðasta ári var höfnin opnuð 5. mars að sögn Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra. Hún segir að við athugun snemma í vetur hafi komið í ljós að litill sandur verið í höfninni. Verktakinn sem samið hafi verið við hafi hins vegar ekki þann tækjabúnað sem þurfi og bent hafi verið á það. Hún segir ófremdarástand á höfninni. Greint er frá þessu á fréttavef Ríkisútvarpsins.

„Þannig að við höfum farið fram á að það verði gerð óháð úttekt á höfninni. Hvað þarf til að gera þessa höfn þannig úr garð að það sé hægt að nota hana meira og dæla minna,“ sagði Íris Róbertsdóttir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hún segir málið allt eina sorgarsögu.

„Já, þetta er bara svolítil sorgarsaga vegna þess að það er alveg rosalega leiðinlegt að vera í þeirri stöðu í dag að geta sagt, vVið sögðum ykkur þetta. Það eru til fleiri, fleiri bókanir úr bæjarstjórn og bæjarráði, við tókum fundi með Vegagerðinni, fórum í gegnum þetta allt saman. Sögðum að þetta yrði svona, aðilinn hefði ekki tæknilega getu, það voru gallar í útboðinu og við vildum að Vegagerðin myndi hafna öllum tilboðunum og bjóða út aftur og laga gallana í útboðinu. En þetta var niðurstaðan og það eru því miður við sem sitjum uppi með afleiðingarnar.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.