„Við sem sitjum uppi með afleiðingarnar“

9.Apríl'19 | 12:19
Disa_landeyjah_vegag

Dýpkunarskipið Dísa. Ljósmynd/Vegagerðin

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að óskað hafi verið eftir að óháð úttekt verði gerð á Landeyjahöfn. Verktakinn sem sinnir dýpkun hafi ekki tæknilega getu til að sinna verkinu. Útboðið hafi verið gallað og bjóða ætti verkið út aftur.

Enn hefur ekki tekist að opna Landeyjahöfn eftir veturinn. Á síðasta ári var höfnin opnuð 5. mars að sögn Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra. Hún segir að við athugun snemma í vetur hafi komið í ljós að litill sandur verið í höfninni. Verktakinn sem samið hafi verið við hafi hins vegar ekki þann tækjabúnað sem þurfi og bent hafi verið á það. Hún segir ófremdarástand á höfninni. Greint er frá þessu á fréttavef Ríkisútvarpsins.

„Þannig að við höfum farið fram á að það verði gerð óháð úttekt á höfninni. Hvað þarf til að gera þessa höfn þannig úr garð að það sé hægt að nota hana meira og dæla minna,“ sagði Íris Róbertsdóttir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hún segir málið allt eina sorgarsögu.

„Já, þetta er bara svolítil sorgarsaga vegna þess að það er alveg rosalega leiðinlegt að vera í þeirri stöðu í dag að geta sagt, vVið sögðum ykkur þetta. Það eru til fleiri, fleiri bókanir úr bæjarstjórn og bæjarráði, við tókum fundi með Vegagerðinni, fórum í gegnum þetta allt saman. Sögðum að þetta yrði svona, aðilinn hefði ekki tæknilega getu, það voru gallar í útboðinu og við vildum að Vegagerðin myndi hafna öllum tilboðunum og bjóða út aftur og laga gallana í útboðinu. En þetta var niðurstaðan og það eru því miður við sem sitjum uppi með afleiðingarnar.“

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).