„Óboðlegt ástand“ í Landeyjahöfn

8.Apríl'19 | 12:49
Disa_landeyjah_vegag

Dísa við dýpkun í Landeyjahöfn. Ljósmynd/Vegagerðin

Óvíst er hvenær næst að ljúka dýpkunarframkvæmdum svo hægt verði opna Landeyjahöfn á ný. Á hverju ári þarf að dýpka Landeyjahöfn svo nota megi höfnina í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan í nóvember.

Í fyrra var höfnin opnuð eftir dýpkun 5. mars. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmanneyjum á fund með Vegamálstjóra í dag. „Það er orðið algjört óþol hérna gagnvart ástandinu,“ segir Íris. Það er fréttavefur Ríkisútvarpsins sem greinir frá.

- Hvaða skýringar hafið þið fengið?
„Við höfum fengið skýringar að veðrið sé risjótt sem það hefur auðvitað verið en málið er að það hefur sannast allt sem við sögðum í haust þegar var verið að semja við viðkomandi verktaka um opnun á höfninni. Við töldum hann ekki hafa tæknilega getu til að opna höfnina á þeim tíma sem þarf og það sannast allt saman. Þetta er búið að taka núna frá því mánaðarmótin um febrúar - mars og núna er 8. apríl og höfnin er ennþá lokuð,“ segir Íris.

G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna í því að dýpka höfnina, en ómögulegt sé að segja til um hvenær hún verði opnuð. Dýpkunin í ár gangi hægar en vanalega en það skýrist af óhagstæðu veðri í mars. Nokkra góða daga í röð þurfi til að klára framkvæmdina.

Íris segir íbúa vera meira en óþolinmóða. „Þetta er bara óboðlegt ástand því við erum algjörlega klár á því að ef það hefðu verið afkastameiri tæki þá hefði höfnin opnað í mars,“ segir hún. 

 

Ruv.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).