„Óboðlegt ástand“ í Landeyjahöfn

8.Apríl'19 | 12:49
Disa_landeyjah_vegag

Dísa við dýpkun í Landeyjahöfn. Ljósmynd/Vegagerðin

Óvíst er hvenær næst að ljúka dýpkunarframkvæmdum svo hægt verði opna Landeyjahöfn á ný. Á hverju ári þarf að dýpka Landeyjahöfn svo nota megi höfnina í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan í nóvember.

Í fyrra var höfnin opnuð eftir dýpkun 5. mars. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmanneyjum á fund með Vegamálstjóra í dag. „Það er orðið algjört óþol hérna gagnvart ástandinu,“ segir Íris. Það er fréttavefur Ríkisútvarpsins sem greinir frá.

- Hvaða skýringar hafið þið fengið?
„Við höfum fengið skýringar að veðrið sé risjótt sem það hefur auðvitað verið en málið er að það hefur sannast allt sem við sögðum í haust þegar var verið að semja við viðkomandi verktaka um opnun á höfninni. Við töldum hann ekki hafa tæknilega getu til að opna höfnina á þeim tíma sem þarf og það sannast allt saman. Þetta er búið að taka núna frá því mánaðarmótin um febrúar - mars og núna er 8. apríl og höfnin er ennþá lokuð,“ segir Íris.

G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna í því að dýpka höfnina, en ómögulegt sé að segja til um hvenær hún verði opnuð. Dýpkunin í ár gangi hægar en vanalega en það skýrist af óhagstæðu veðri í mars. Nokkra góða daga í röð þurfi til að klára framkvæmdina.

Íris segir íbúa vera meira en óþolinmóða. „Þetta er bara óboðlegt ástand því við erum algjörlega klár á því að ef það hefðu verið afkastameiri tæki þá hefði höfnin opnað í mars,“ segir hún. 

 

Ruv.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.