Leysa þurfi deilur um nýjan Herjólf sem fyrst

7.Apríl'19 | 12:37
gudlaugur_thor_fra_xd

Guðlaugur Þór Þórðarson

Enn er deilt um afhendingu nýs Herjólfs við skipasmíðastöð í Póllandi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miður að viðræður séu komnar í hnút en hann á ekki von á öðru en að pólsk yfirvöld hjálpi til við að leysa málið. 

Afhenda átti nýjan Herjólf um mitt síðasta ár en enn á eftir að ganga frá lokauppgjöri við skipasmíðastöðina Crist S.A í Gdansk í Póllandi. Um miðjan mars kom fram á vef Vegagerðarinnar að viðræðurnar væru á viðkvæmu stigi. Fulltrúar Vegagerðarinnar fóru til Póllands til samningafundar við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og voru dagsektir settar á skipasmíðastöðina vegna afhendingardráttar, segir í frétt á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Í lok mars kom fram að skipasmíðastöðin krefjist þess að fá viðbótargreiðslu sem ekki hafi verið samið um, upp á rúman milljarð vegna verksins. Skipasmíðastöðin bar fyrir sig að mistök við hönnun skipsins sem hafi gert það að verkum að breyta þurfti upprunalega skipinu sem hafði í för með sér aukinn kostnað. Óvíst er því nú um hvenær ferjan verður afhent. 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi um málið við utanríkisráðherra Póllands í vikunni. „Í það minnsta voru viðbrögð ráðherrans mjög jákvæð en auðvitað er það þannig með okkur ráðherra þegar mál heyra ekki undir okkur er auðvelt að vera jákvæður en ég á ekki von á neinu öðru en því að þeir sem að þessu máli koma og ég tala nú ekki um pólsk yfirvöld ef þau geta eitthvað komið að málinu að þau muni hjálpa til við að leysa málið.“

Guðlaugur segir það afar slæmt að staðan sé eins og hún er. Margir bíði í ofvæni eftir nýrri ferju. „Já því miður er það svo að þarna virðist hlutirnir vera komnir í hnút sem er auðvitað afskaplega slæmt fyrir alla. Eins og ég nefndi, það er búið að bíða eftir þessari ferju í ofvæni og ég var í Vestmannaeyjum um daginn og ég held að hver einasti maður sem talaði við mig minntist á þetta og það er mikilvægt að leysa úr þessu sem allra fyrst.“

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.