Um 60% fjárveitingarinnar fari til beinna aðgerða í kynningar og markaðsmálum

6.Apríl'19 | 09:38
ferdamenn

Hópur ferðamanna skoðar sig um í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldinn var þann 14. janúar 2019, var samþykkt tillaga samráðshóps um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum.

Tillagan gekk út á að breyta fyrirkomulagi á skipulagi ferðamála þannig að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu komi í meira mæli að stjórnun og umsjón ferða- og markaðsmála á vegum bæjarins. Jafnframt var samþykkt að skipa þriggja manna stjórn sem tekur ákvörðun um útgjöld til markaðsmála sem og annarra aðgerða til framdráttar ferðaþjónustunni. Þá var ákveðið að framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerði drög að samkomulagi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja um fyrirkomulag úthlutunar og framkvæmd verkefnsins. 

Sjá einnig: Telja stjórnun ferðamála Vestmannaeyjabæjar best borgið í höndum hagsmunaaðila

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti fyrir bæjarráði í vikunni drög að umræddum samningi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja. Gert er ráð fyrir að um 60% fjárveitingarinnar fari til beinna aðgerða í kynningar og markaðsmálum til framdráttar ferðaþjónustunni, tæp 30% til samstarfs við Markaðsstofu Suðurlands skv. samningi þar um og rúm 10% til reksturs upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%