Vestmannaeyjabær:

Kaupa tæki og búnað til að halda úti rekstri kvikmyndahúss

5.Apríl'19 | 07:12
IMG_8785

Kvika, menningarhús. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð fjallaði um á fundi sínum í vikunni drög að kaupsamningi Vestmannaeyjabæjar við þrotabú Kvikmyndafélagsins ehf., um kaup á tækjum og búnaði til að halda úti rekstri kvikmyndahúss í Kviku. 

Kaupverð tækjanna og sundurliðaðar upplýsingar um hvaða tæki um ræðir eru tilgreindar í fylgiskjali kaupsamningsins. Verðmæti tækjanna árið 2017 var skv. reikningum frá þeim tíma kr. 10.632.141. Kaupverð tækjanna skv. kaupsamningi við þrotabúið nemur nú kr. 5.500.000.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóra að ganga frá kaupunum. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 5.500.000 vegna tækjakaupanna.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%