Gestastofa Sea Life Trust öll hin glæsilegasta

- opnar um helgina

5.Apríl'19 | 21:53
IMG_9411

Óhætt er að segja að vel hafi tekist til við gestastofu Sea Life Trust. Ljósmyndir/TMS

Um helgina opnar gestastofa Sea Life Trust. Þar gefst bæjarbúum og gestum kostur á að skoða stofuna sem er öll hin glæsilegasta. Opið verður á milli klukkan 13 og 17 bæði á laugardag og sunnudag og áfram í næstu viku. 

Verðið fyir 14 ára og eldri er kr. 3.500,- og er innifalin ársmiði á safnið í verðinu. Verð fyrir börn á aldrinum 6-13 ára er 2.350,- og er einnig innifalinn ársmiði þar. Frítt er fyrir börn yngri en 6 ára. 

Ritstjóri Eyjar.net labbaði í gegnum gestastofuna með Margréti Lilju Magnúsdóttur, forstöðumanni gestastofunnar. Óhætt er að segja að uppsetningin á stofunni komi á óvart og eru búrin mun stærri og fjölbreyttari en t.d var á gamla fiskasafninu. Þá er þetta í IKEA stílnum. Þ.e þú gengur í gegnum safnið og ávallt er eitthvað nýtt sem kemur þér fyrir sjónir. Rúsínan í pylsuendanum verður svo þegar mjaldrarnir verða komnir í hvalalaugina en þar má skoða þá í gegnum gler.

Þá verður öll vinnuaðstaða sýnileg fyrir gestum stofunnar, og nefnist það ,,Á bak við tjöldin. Margrét Lilja segir í samtali við Eyjar.net að mikil tilhlökkun sé að opna stofuna, og ekki síður að fá mjaldrana til landsins en þeir eru væntanlegir þann 16. apríl nk.

Fleiri myndir frá stofunni má sjá hér að neðan.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).