Björgun sendir prammana sína í Landeyjahöfn

5.Apríl'19 | 11:22
petur_mikli_og_reynir

Pétur mikli og gröfupramminn Reynir. Skjáskot/vimeo.

Bæði Pétur mikli og gröfupramminn Reynir eru á leiðinni til Landeyjahafnar. Lóðsinn fór til Þorlákshafnar í morgun til að sækja gröfuprammann Reyni. Þá bíður Dísa átekta fyrir utan Landeyjahöfn eftir að geta hafið dýpkun.

Lárus Dagur Pálsson er framkvæmdastjóri Björgunar. ”Það er verið að draga Reyni til Landeyjarhafnar í dag, vonandi komast þeir inn í höfnina seinnipartinn eða í kvöld.” Hann segir að það hafi verið töluvert brim við garðana nú sl. klukkustundir sem hefur tafið fyrir. Þá segir hann að dýpið í hafnarmynni sé það lítið að gæta þurfi að flóðastöðu við dýpkun til að byrja með.

Á heimasíðu Björgunar segir um tækin að gröfupramminn Reynir sé notaður við uppmokstur við hafnardýpkanir þar sem dæling með skipum er ekki möguleg. Á Reyni er 140 tonna Komatsu grafa, ásamt fullkomnum staðsetningartækjum og gröfuhermi. Reynir er útbúinn 7 tonna vökvafleyg til vinnu neðansjávar. Á undanförnum árum hefur tækið verið mikið endurnýjað.

Pétur mikli er efnisflutningaprammi, smíðaður í Þýskalandi 1982 af Deggendorfer Werft und Eisenbau. Pramminn var gerður út í St. Pétursborg til 1999 er Sæþór ehf. keypti prammann. Pétur mikli ber 450 m³ af efni.

Hér að neðan má sjá myndskeið af ferli dýpkunnar við Grindavík þar sem gröfupramminn Reynir setur fullfermi á Pétur Mikla.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%