Björgun sendir prammana sína í Landeyjahöfn

5.Apríl'19 | 11:22
petur_mikli_og_reynir

Pétur mikli og gröfupramminn Reynir. Skjáskot/vimeo.

Bæði Pétur mikli og gröfupramminn Reynir eru á leiðinni til Landeyjahafnar. Lóðsinn fór til Þorlákshafnar í morgun til að sækja gröfuprammann Reyni. Þá bíður Dísa átekta fyrir utan Landeyjahöfn eftir að geta hafið dýpkun.

Lárus Dagur Pálsson er framkvæmdastjóri Björgunar. ”Það er verið að draga Reyni til Landeyjarhafnar í dag, vonandi komast þeir inn í höfnina seinnipartinn eða í kvöld.” Hann segir að það hafi verið töluvert brim við garðana nú sl. klukkustundir sem hefur tafið fyrir. Þá segir hann að dýpið í hafnarmynni sé það lítið að gæta þurfi að flóðastöðu við dýpkun til að byrja með.

Á heimasíðu Björgunar segir um tækin að gröfupramminn Reynir sé notaður við uppmokstur við hafnardýpkanir þar sem dæling með skipum er ekki möguleg. Á Reyni er 140 tonna Komatsu grafa, ásamt fullkomnum staðsetningartækjum og gröfuhermi. Reynir er útbúinn 7 tonna vökvafleyg til vinnu neðansjávar. Á undanförnum árum hefur tækið verið mikið endurnýjað.

Pétur mikli er efnisflutningaprammi, smíðaður í Þýskalandi 1982 af Deggendorfer Werft und Eisenbau. Pramminn var gerður út í St. Pétursborg til 1999 er Sæþór ehf. keypti prammann. Pétur mikli ber 450 m³ af efni.

Hér að neðan má sjá myndskeið af ferli dýpkunnar við Grindavík þar sem gröfupramminn Reynir setur fullfermi á Pétur Mikla.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).