Bæjarráð bókar um dýpkun Landeyjahafnar:

Þolinmæðin er þrotin

3.Apríl'19 | 05:54

Dísa hefur verið við dýpkun í dag í og við Landeyjahöfn.

„Staðan í Landeyjarhöfn og afköstin við dýpkun hafnarinnar eru Vestmannaeyjabæ mikil vonbrigði. Allar þær áhyggjur sem bæjarstjórn, bæjarráð og Eyjamenn komu fram við Vegagerðina, þegar samingur um dýpkun var gerður, hafa gengið eftir.” Svona hefst bókun bæjarráðs Vestmannaeyja.

Þá segir í bókun ráðsins um stöðuna að nú sé komin apríl og höfnin enn lokuð. Bæjarstjóri óskaði nýlega eftir áætlun um það hvernig og hvenær Vegagerðin ætlar sér að ljúka dýpkun og opna höfnina. Þau svör fengust frá Vegagerðinni að til stæði að halda áfram eins og verið hefur. 

Fara fram á það við Vegagerðina að hún taki þessu árangursleysi föstum tökum og leggi fram raunhæfa áætlun

Það er einhuga afstaða bæjarráðs að ekki sé hægt að búa við þá stöðu sem uppi er vegna ástandsins í Landeyjarhöfn. Heilt samfélag líður fyrir það hvernig ákvörðunum við dýpkun Landeyjahafnar hefur verið háttað. Ljóst er að bæta þarf við þann tækjakost sem sinnt hefur dýpkun í mars til þess að efla afkastagetuna. Aðeins eitt dýpkunarskip hefur verið við vinnu að undanförnu. 

Bæjarráð fer fram á það við Vegagerðina að hún taki þessu árangursleysi föstum tökum og leggi fram raunhæfa áætlun um hversu fljótt hægt er að opna höfnina. Þolinmæðin er þrotin, segir í bókun bæjarráðs.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%