Uppfærð frétt

Erpur Snær ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands

3.Apríl'19 | 05:46
erpur_s

Erpur Snær Hansen

Erpur Snær Hansen var ráðinn sem forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í gær. Erpur Snær Hansen er doktor í líffræði og hefur starfað við stofuna undanfarin 12 ár sem sviðstjóri vistfræðirannsókna.

Frá ráðningunni var greint á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands.

Uppfært kl. 13.33

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands auglýsti fyrir nokkru stöðu forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands lausa til umsóknar. Alls sóttu fjórir einstaklingar um starfið, allt karlar. Eftir mat á umsækjendum hefur stjórn Náttúrustofunnar ákveðið að ráða Erp Snæ Hansen til að gegna stöðunni. Erpur Snær er líffræðingur að mennt. Hann lauk BS prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1993, viðbótarári í sömu fræðum við Háskóla Íslands árið 1995, meistaragráðu í líffræði frá University of Missouri í Bandaríkjunum 1998 og doktorsprófi (Ph.D.) í líffræði frá sama skóla í Bandaríkjunum árið 2003.

Erpur Snær hefur starfað á Náttúrustofu Suðurlands allt frá árinu 2007, lengst af sem sviðsstjóri vistfræðirannsókna. Síðustu 12 mánuði hefur hann gegnt starfi forstöðumanns stofunnar eftir að forveri hans lét af störfum 1. mars 2018. Auk þess hefur Erpur Snær gegnt ýmsum hliðarstörfum, t.d. sem fulltrúi Íslands í starfshópi sjófuglasérfræðinga á vegum Norðurheimskautsráðsins og sem aðal- og meðleiðbeinandi fjölda mastersnema í líffræði. Þá hefur Erpur Snær ritað fjölda vísindagreina, stjórnað mörgum rannsóknum, sérstaklega á sviði sjófugla, og haldið fjölmörg erindi á sínu fræðasviði, segir í tilkynningu frá stjórn Náttúrustofunnar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).