Ekki hægt að verða við beiðni Útlendingastofnunar

2.Apríl'19 | 08:38
yfir_hofn_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar ingi

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var tekið fyrir erindi frá Útlendingastofnun, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda til þess að gera þjónustusamning við stofnunina er snýr að félagslegri þjónustu og stuðning við umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar.

Þjónustan snýr m.a annars að því að veita umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning, segir í erindi Útlendingastofnunar. Fram kemur í erindinu að horft sé til þjónustu við a.m.k 40-50 umsækjendur, en ekki sé útilokað að semja um færri í þjónustu séu skilyrði til staðar. 

Í afgreiðslu fjölskyldu- og tómstundaráðs segir að ráðið geti ekki orðið við erindinu þar sem ekki er hægt að uppfylla öll skilyrði þjónustusamnings.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...