Yfirfærsla Herjólfs gekk ágætlega

1.Apríl'19 | 10:51
IMG_4250

Nýja félagið tók við rekstri Herjólfs um helgina. Núvernandi ferja fékk þá nafnið Herjólfur III. Ljósmynd/TMS

„Yfirfærslan um helgina gekk ágætlega en við eigum samt eftir að fínstilla ákveðna þætti.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net, en á laugardaginn tók félagið við rekstri Herjólfs af sæferðum/Eimskip.

„Það má segja að þessi yfirfærsla hafi verið í tvennu lagi, þ.e. fyrst að færa allar bókanir sem lágu inni bókunarkerfi Eimskips yfir í nýja bókunargrunn rekstrarfélagsins. Það tókst vel og eiga allar bókanir frá 30. mars að vera til staðar. Í öðru lagi var verið að setja upp allan búnaðinn, tengja og samhæfa. Þetta eru tölvukerfin, póstþjónar, heimasíða, bókunarkerfi, prentkerfi og símkerfi ofl.

Þessi þáttur var nokkuð umfangsmikill þar sem allir þræðir þurfa að tengjast saman í afgreiðslu Vestmannaeyja, Landeyjum og í Þorlákshöfn.” segir Guðbjartur og bætir við að greiðslugáttinn fyrir netsölu opni vonandi í dag eða í seinansta lagi á morgun og verður þá hægt að bóka og greiða á netinu. Greiðslukerfið er að öðru leyti virkt.

Vandamál sem verið er að vinna í að leysa

Hann segir að miðaprentarar virki ekki en það kemur ekki í veg fyrir að fólk komist ekki með ferjunni. „Við munum taka í gagnið nýja prentun á farmiðum og er verið að gera prufur með ákveðnar lausnir. Um leið og þeim er lokið munum við getað prentað farmiða. Símkerfið sem er samtengt við allar afgreiðslur hefur ekki virkað eins og við viljum. Það eru einhver vandamál sem verið er að vinna í að leysa. Í einhverjum tilfellum hefur fólk beðið of lengi án þess að það sé svarað en á sama tíma hringja ekki símarnir í afgreiðslunni og engin merki um að einhver er í bið. Þetta eru tæknileg vandamál og er verið í að vinna í þessu og vonandi verður þetta komið í lag fljótt.”

Vonbrigði að geta ekki siglt frá fyrsta degi í Landeyjar

Guðbjartur segist nokkuð ánægður með hvernig tókst til við þessa yfirfæslu en auðvitað mun það taka tíma að slípa þetta betur til. „Ég neita því ekki að það voru mikil vonbrigði að geta ekki siglt frá fyrsta degi í Landeyjar og haldið þeirri áætlun sem við höfum gefið út. En það lítur út fyrir að næstu daga verði siglt á Þorlákshöfn. Í mínum huga er mjög brýnt að höfnin í Landeyjum opnist sem fyrst enda hefur lokun hennar áhrif á mjög marga, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Þetta er þjóðvegur 1 og mjög sérstakt hann takmarkist að einhverju leyti.”

Bindur miklar vonir við að fá fljótlega niðurstöðu í afhendingu nýju ferjunnar

„Ég bind miklar vonir við að fá fljótlega niðurstöðu í afhendingu nýju ferjunnar enda mikilvægt að hún komi. Allt skipulag og undirbúningur félagsins hefur mótast af því að taka hana í rekstur en ekki núverandi ferju. Gera þurfti lagfæringar og breytingar á mjög mörgum þáttum fyrir þessa yfirfærslu sem fór fram 30. mars sl. Við munum skipuleggja okkur miðað við rekstur á núverandi ferju og aðlaga okkur að því í bili. Við munum engu að síður horfa til þess að gera enn frekari breytingar þegar ljóst verður hvenær von er á nýju ferjunni og sníða þá kerfin að henni.”

Þakkar íbúum fyrir tillitsemina og þolinmæðina

„Rekstrarfélagið hefur skýra stefnu sem felur í sér að auka tíðni brottfara og ekki síður að ferjan verði gluggi til Eyja. Tryggi íbúum, fyrirtækjum og félagasamtökum öruggari samgöngur. Þangað stefnum við og þangað ætlum við. Það er því mikilvægt að við sem samfélag förum þessa vegferð saman.

Ég vil þakka íbúum fyrir tillitsemina og þolinmæðina sem okkur er sýnd meðan við erum að fínstilla allt, það mun taka einhvern tíma en það mun klárast. Við munum nýta heimasíðuna og facebook síðuna okkar til að koma upplýsingum á framfæri.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

 

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-