Vestmannaeyjabær:

Samþykkt að skipa starfshóp um framtíðarsýn íþróttamála

1.Apríl'19 | 14:27
ran_ads_19

Frá æfingu fimleikafélagsins Ránar. Mynd/aðsend

Fjölskyldu- og tómstundaráð lagði til á fundi sínum að stofnaður verði starfshópur, með aðkomu ÍBV héraðssambands, sem kemur að framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum. 

Ráðið vísar framhaldi málsins til næsta fundar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræddi málið einnig. Þar lögðu bæði meiri- og minnihluti fram bókanir. 

Í bókun meirihluta E- og H-lista er lýst yfir ánægju með að stofna eigi starfshóp með aðkomu ÍBV Héraðssambands til að marka framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum. Þörf er á framtíðarsýn sem styður við almenna heilsueflingu og eflir það íþróttastarf sem fram fer í sveitarfélaginu hvað varðar rekstur og aðstöðu íþróttafélaga.

Í bókun minnihlutans segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetji fjölskyldu- og tómstundaráð til að skilgreina hlutverk og tilgang starfshópsins vel og að honum verði sett tímamörk. Æskilegt hefði verið að þessi hópur hefði getað haft áhrif og skoðun á ákvörðun bæjarráðs um breytingu á framkvæmdum á íþróttasvæðinu við Hásteinsvöll.

Málið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.