Vestmannaeyjabær:

Samþykkt að skipa starfshóp um framtíðarsýn íþróttamála

1.Apríl'19 | 14:27
ran_ads_19

Frá æfingu fimleikafélagsins Ránar. Mynd/aðsend

Fjölskyldu- og tómstundaráð lagði til á fundi sínum að stofnaður verði starfshópur, með aðkomu ÍBV héraðssambands, sem kemur að framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum. 

Ráðið vísar framhaldi málsins til næsta fundar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræddi málið einnig. Þar lögðu bæði meiri- og minnihluti fram bókanir. 

Í bókun meirihluta E- og H-lista er lýst yfir ánægju með að stofna eigi starfshóp með aðkomu ÍBV Héraðssambands til að marka framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum. Þörf er á framtíðarsýn sem styður við almenna heilsueflingu og eflir það íþróttastarf sem fram fer í sveitarfélaginu hvað varðar rekstur og aðstöðu íþróttafélaga.

Í bókun minnihlutans segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetji fjölskyldu- og tómstundaráð til að skilgreina hlutverk og tilgang starfshópsins vel og að honum verði sett tímamörk. Æskilegt hefði verið að þessi hópur hefði getað haft áhrif og skoðun á ákvörðun bæjarráðs um breytingu á framkvæmdum á íþróttasvæðinu við Hásteinsvöll.

Málið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).