Vestmannaeyjabær:
Samþykkt að skipa starfshóp um framtíðarsýn íþróttamála
1.Apríl'19 | 14:27Fjölskyldu- og tómstundaráð lagði til á fundi sínum að stofnaður verði starfshópur, með aðkomu ÍBV héraðssambands, sem kemur að framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum.
Ráðið vísar framhaldi málsins til næsta fundar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræddi málið einnig. Þar lögðu bæði meiri- og minnihluti fram bókanir.
Í bókun meirihluta E- og H-lista er lýst yfir ánægju með að stofna eigi starfshóp með aðkomu ÍBV Héraðssambands til að marka framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum. Þörf er á framtíðarsýn sem styður við almenna heilsueflingu og eflir það íþróttastarf sem fram fer í sveitarfélaginu hvað varðar rekstur og aðstöðu íþróttafélaga.
Í bókun minnihlutans segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetji fjölskyldu- og tómstundaráð til að skilgreina hlutverk og tilgang starfshópsins vel og að honum verði sett tímamörk. Æskilegt hefði verið að þessi hópur hefði getað haft áhrif og skoðun á ákvörðun bæjarráðs um breytingu á framkvæmdum á íþróttasvæðinu við Hásteinsvöll.
Málið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.