Vinnslustöðin:

Minni hagnaður, meiri framlegð, Asía orðin helsta markaðssvæðið

29.Mars'19 | 15:58
vsv_stj_19

Ljósmynd/vsv.is

Hagnaður VSV-samstæðunnar nam 6,7 milljónum evra á árinu 2018, jafnvirði liðlega 900 milljóna króna, og minnkaði um 23% frá fyrra ári þegar hann var 8,7 milljónir evra. Þetta kom fram á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 28. mars 2018.

  • Framlegð VSV-samstæðunnar (EBITDA) jókst um 23,5% og nam 19,3 milljónum evra en var 15,6 milljónir evra árið 2017.
  • Rekstrartekjur námu 83,5 milljónum evra, jafnvirði 11,5 milljarða króna.
  • Eigið fé nam um 63 milljónum evra, jafnvirði um 8,6 milljarða króna.
  • Eiginfjárhlutfall var 30% í lok árs 2018 en var 32% í lok árs 2017.
  • Heildarskuldir og skuldbindingar jukust um 9% á árinu.
  • Veiðigjöld í ríkissjóð námu 2,9 milljónum evra eða um 400 milljónum króna og jukust um 47% frá fyrra ári.
  • Meðalfjöldi ársverka samstæðunnar á árinu var 313.

Fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar voru miklar á árinu en nú dregur verulega úr þeim og sumum verkefnum er lokið. Félagið hefur á undanförnum árum reist og tekið í gagnið uppsjávarfrystihús, frystigeymslu, mjölhús og hráefnisgeyma á athafnasvæði sínu. Þá bættist ísfisktogarinn Breki VE í flota félagsins á árinu 2018.  

Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, var kjörinn í aðalstjórn Vinnslustöðvarinnar. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir: Einar Þór Sverrisson, Guðmunda Á. Bjarnadóttir, Guðmundur Örn Gunnarsson og Rut Haraldsdóttir.

Í varastjórn voru kjörin Eyjólfur Guðjónsson, Herdís Á. Sæmundardóttir og Sigurhanna Friðþórsdóttir. Eyjólfur sat í fyrri varastjórn félagsins.

550 milljón króna greiddar í arð

Hluthafar í Vinnslustöðinni voru 236 um áramót. FISK Seafood á Sauðárkróki eignaðist tæplega 33% hlut í félaginu á árinu 2018 og er næststærsti hluthafi þess. Seil ehf. félag í eigu heimamanna í Eyjum, er stærsti hluthafinn með um 41% hlut.

Aðalfundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 4 milljónir evra í arð, sem jafngildir um 550 milljónum króna. Arður til hluthafa var tvöfalt hærri undanfarin fimm ár eða 8 milljónir evra.

Í skýrslu stjórnar VSV, sem Guðmundur Örn Gunnarsson formaður flutti á aðalfundinum, kom meðal annars fram að Asía væri orðin helsta markaðssvæði félagsins. Hann kallaði eftir stórauknum grunnrannsóknum á auðlindum hafsins, fjallaði um alvarleg áhrif loðnu- og humarbrests á fyrirtækið og samfélagið í Eyjum. Stjórnarformaðurinn taldi „nánast fyrirsjáanlegt“ að uppsjávarfloti landsmanna yrði nú rekinn með tapi fyrir vexti og afskriftir og spurði: „Hvað þá?  Á samt að leggja 33% veiðigjald á hagnað sem ekki er til?“

 

Heimasíða Vinnslustöðvarinnar. 

 

Canton hefur opnað eftir vetrarlokun

27.Febrúar'20

Fiskur og franskar, rækjur og austurlenskir réttir. Kjúklingabitar um helgar. Opið frá 17.00 til 20.30, alla daga. Canton, Strandvegi 49. Sími 481-1930.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%