Herjólfur ohf. tekur við rekstri ferjunnar á laugardaginn

28.Mars'19 | 07:07
herjolf_bjarnarey_cr

Breytingar verða á brottfarartímum ferjunnar þegar nýr rekstraraðili tekur við. Ljósmynd/TMS

Á laugardaginn næstkomandi tekur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. við reksri Herjólfs af Sæferðum/Eimskip. 

Eyjar.net hefur undanfarna daga ítrekað reynt að fá upplýsingar frá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. um fyrirkomulag og grunnupplýsingar fyrir farþega ferjunnar, án árangurs.

Í gær kom tilkynning inn á vef Sæferða að beiðni nýs rekstraraðila Herjólfs þar sem eftirfarandi tilkynningu er komið á framfæri:

Varðandi siglingar laugardaginn 30. mars.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar að minnsta kosti fyrri ferð.

Brottför frá Vestmannaeyjum 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn 10:45

Farþegar sem áttu bókað til Landeyjahafnar 07:00 verða færðir í ferð til Þorlákshafnar 07:00. Farþegar sem áttu bókað frá Landeyjahöfn 10:45 verða færðir í ferð frá Þorlákshöfn 10:45.

Ferðir klukkan 08:15, 09:30, 12:00, 13:15 falla því niður, farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu sem fyrst og láta færa sig í aðrar lausar ferðir eða fá endurgreitt, sími 481 2800, opið til 19:15 í kvöld.
 

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).