Loðnubresturinn:

Sex milljarða högg fyrir Vestmannaeyjar

27.Mars'19 | 12:59
IMG_9328

Sindri Viðarsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja fór yfir stöðuna. Ljósmynd/TMS

Beint tekjutap fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum, vegna loðnubrestsins, er metið á um sex milljarða króna. Á fundi sem þar var haldinn í Eyjum gærkvöld ræddu fulltrúar bæjarstjórnar, fyrirtækja og fleiri, það mikla högg sem Eyjamenn hafa orðið fyrir.

Það eru fá bæjarfélög hér á landi sem treysta jafn mikið á veiðar og vinnslu uppsjávarafla og Vestmannaeyjar. Þar er tekið á móti um þriðjungi alls loðnuafla og að verða af heilli loðnuvertíð er gríðarlegt högg, segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins.

Mikið tjón fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki og fjölskyldur

Írís Róbertsdóttir, bæjarstjóri, segir ljóst að bæjarsjóður verði af um 100 milljónum króna í beinum útsvarstekjum og fyrir hafnarsjóð sé tapið um 40 milljónir. „En það er náttúrulega ýmislegt annað sem spilar inn í. Beint tekjutap, ef þú miðar við vertíðina í fyrra, fyrir samfélagið er sex milljarðar," segir hún. Þá sé tapið mikið fyrir fjölskyldur í Eyjum því loðnubresturinn snerti um sextán prósent heimila. „Þetta eru tæplega 300 manns, 285 aðilar, sem starfa beint bara við þetta hér í Vestmannaeyjum. Og þetta eru 620 milljónir í tekjutap hjá þessum fjölskyldum."

Héldu fund um stöðuna í Vestmannaeyjum

Í gærkvöld var haldinn í Vestmannaeyjum fundur þar sem fulltrúar sveitarfélagsins og fyrirtækja, alþingismenn og fleiri, komu saman til að ræða og meta heildaráhrifin af loðnubrestinum. „Það er mikilvægt að við komum saman, tökum stöðuna, ræðum hvað er hægt að gera, hvernig bregðumst við við,“ segir Íris. Og það sé mikilvægt að alþingismenn sitji svona fund og fái þá beint í æð hvað svona áfall þýðir fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar.

„Erum vön að standa saman í þessu samfélagi“

„Ég ætla bara að vona að út úr þessum fundi komi eitthvað jákvætt og eitthvað sem við getum notað til þess að halda áfram, af því að við erum nú vön að standa saman í þessu samfélagi,“ segir hún. „En áfallið er mikið og ég ætla að vona að við komum út úr þessum fundi með einhverja áætlun um það hvernig við getum tekist á við svona áfall og hvað við ætlum að gera í þessu núna.“

Getur haft áhrif á rekstur sveitarfélagsins

„En auðvitað er það þannig að þegar kreppir að, þá er líka mikilvægt að opinberir aðilar kannski stígi inn í ogframkvæmi. Og sveitarfélagið er með áætlun upp á framkvæmdir fyrir tæpar 600 milljónir á þessu ári og ég sé það ekki að sveitarfélagið fari að draga úr framkvæmdum. En auðvitað getur þetta haft áhrif á rekstrarþáttinn hjá sveitarfélaginu," segir Íris.

 

Ruv.is

IMG_9318

Fundurinn var ágætlega sóttur

IMG_9317

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna

IMG_9302

Íris ræðir hér við framkvæmdastjóra Ísfélagsins

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%