KK með tónleika í Alþýðuhúsinu

„Held að Eyjamenn séu alltaf á barmi andlegrar vakningar”

27.Mars'19 | 07:41
KK1[193695]

KK verður með tónleika í Eyjum á föstudaginn.

Kristján Kristjánsson, eða KK eins og flestir þekkja hann, er einn af tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið og leikið lög inn hljómplötur í áraraðir, samið tónlist fyrir leikrit, bíómyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem hann hefur leikið eitt og eitt hlutverk sjálfur. 

Lengi hefur hann þráð að flytja úrval af lögum sínum sem krefjast hljómsveitar, en fram að þessu hefur hann oftast verið einn á ferð með gítar og munnhörpu að vopni. Nú ætlar KK að láta þennan draum sinn rætast og hefur safnað saman góðum mönnum í föruneyti sem mun ferðast með honum vítt og breitt um landið nú um leið og blessuð sólin hækkar á lofti.

Hann ásamt bandinu verða með tónleika á föstudaginn kemur í Alþýðuhúsinu. Við ræddum við KK um tónlistina og byrjuðum á að spyrja hann hvenær hann hafi spilað síðast í Eyjum?

Ég held það hafi verið á Goslokahátíð í fyrra með KK Bandinu í krónni hjá Sigurjóni Ingvars og félögum hans. Bræðurnir Unnar Gísli og Einar Sigurmundssynir tróðu þá upp með okkur í nokkrum lögum. Reyndar spilaði ég líka í stórafmæli og jarðaför.

En hvernig er bandið skipað?

„Ég er með Föruneytið fríða; Eyþór Gunnars á hljómborð, Gummi Péturs á ýmsa gítara, Sölvi Kristjáns á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur og allir syngja þeir með mér,undurfögrum röddum.”

Aðspurður segir KK að þeir komi með 2 ný lög með okkur, en annað sé í deiglunni....

Við hverju mega Eyjamenn búast?

Ég held að Eyjamenn séu alltaf á barmi andlegrar vakningar og vonandi tekst okkur að fylgja þeim þangað á föstudaginn kemur í húsi Alþýðunnar. Er KK er spurður um hvort hann vilji koma einhverju á framfæri við Eyjamenn, stendur ekki á svarinu: „Mikið er gott að vera til!”

 

Hér má kaupa miða á tónleikana í forsölu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).