Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Hermann Marinó ráðinn í stöðu yfirmanns sjúkraflutninga

26.Mars'19 | 07:22
Hermann-Marínó-Maggýjarson

Hermann Marinó Maggýjarson

Hermann Marinó Maggýjarson hefur verið ráðinn í stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, frá 1. apríl 2019 til 5 ára.

Hermann Marinó Maggýjarson er fæddur árið 1977. Hann hóf störf sem sjúkraflutningamaður við Heilsugæslu Ólafsvíkur 1999. Síðan starfaði hann sem lögreglumaður á Suðurlandi og í framhaldi af því sem slökkviliðs- og neyðarflutningamaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá tók hann við starfi sem sjúkraflutningamaður við HSU árið 2010 og gegnir í dag stöðu varðstjóra en var þar á undan staðgengill varðstjóra frá árinu 2011. Hann hefur s.l. 2 mánuði starfað tímabundið sem yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi í afleysingum.

Hermann Marinó hefur kennt hjá Sjúkraflutningaskólanum frá árinu 2005 og einnig unnið við kennslu í skyndihjálp. Hann býr að mikilli og víðtækri starfsreynslu á þessu sviði sjúkraflutninga eða í samtals 20 ár. Annað hvort eða bæði sem sjúkra- og atvinnuslökkviliðsmaður og sem lögregluþjónn. Hann hefur starfsmenntun sem atvinnuslökkviliðsmaður, neyðarflutningsmaður og sjúkraflutningsmaður, auk þess að hafa lokið prófi í bifreiðasmíði. Nú síðast lauk Hermann Marinó námi sem bráðatæknir (paramedic) frá National Medical Education & Training Center í Boston árið 2017.

Hermann Marinó hefur afar góðan bakgrunn á sviði menntunar og starfsreynslu fyrir starfið.  Hermann Marinó hefur framúrskarandi sýn á hvernig móta má skipulag sjúkraflutninga hjá HSU. Hann hefur skýra sýn á árangursríkar leiðir í rekstri og stjórnun. Jafnframt hefur hann skarpa sýn á faglegt forystuhlutverk yfirmanns sjúkraflutninga, árangursrík samskipti við samstarfsmenn og hvaða tækifæri eru til áframhaldandi uppbyggingar sjúkraflutninga hjá HSU með hagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi í heilbrigðisumdæmi Suðurlands, segir í tilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU sem birtist á heimasíðu stofnunarinnar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).