Nýr Herjólfur:

Rangar teikningar skýri kröfu um aukagreiðslu

25.Mars'19 | 13:15
Herjólfur Jóh 4_cr

Nýr Herjólfur bíður afhendingar í Póllandi. Ljósmynd/aðsend.

Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. 

Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Vísi.

Vegagerðin hefur hafnað kröfu skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi um aukagreiðslu. Greiðslan er sögð í ósamræmi við samninginn um smíði Herjólfs.

Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir í samtali við fréttastofu að skipasmíðastöðin vilji ekki ræða samningaviðræður í fjölmiðlum.

Sjá einnig: Kannast ekki við að viðræður hafi farið fram

Í ljósi orða Vegagerðarinnar um að samninganefnd hafi farið til Póllands í síðustu viku vekja þau orð Björgvins athygli að engir samningafundir hafi farið fram. Hann segir að lögfræðingar frá Vegagerðinni og dönsku fyrirtæki hafi verið í Póllandi á dögunum. En það hafi hins vegar ekki verið rætt um viðbótargreiðslu sem skipasmíðastöðin hefur krafist.

Of þungur Herjólfur lengdur

Stærsta breytingin við smíði Herjólfs var að gera ferjuna alfarið rafdrifna. Um það var gerður sérstakur samningur.

Björgvin nefnir sem dæmi um aðrar breytingar að lengja hafi þurft Herjólf til þess að koma til móts við kröfur um djúpristu. Samkvæmt upphaflegum teikningum hafi skipið verið of þungt, úttekt skipasmíðastöðvarinnar sýni að munurinn hafi að lágmarki verið um hundrað tonn.

Einn möguleiki hafi verið að létta skipið með því að nota dýrt stál sem notað er við smíði herskipa. Þess í stað hafi verið ákveðið að lengja skipið.

 

Vísir.is

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).