Nýr Herjólfur:

Rangar teikningar skýri kröfu um aukagreiðslu

25.Mars'19 | 13:15
Herjólfur Jóh 4_cr

Nýr Herjólfur bíður afhendingar í Póllandi. Ljósmynd/aðsend.

Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. 

Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Vísi.

Vegagerðin hefur hafnað kröfu skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi um aukagreiðslu. Greiðslan er sögð í ósamræmi við samninginn um smíði Herjólfs.

Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir í samtali við fréttastofu að skipasmíðastöðin vilji ekki ræða samningaviðræður í fjölmiðlum.

Sjá einnig: Kannast ekki við að viðræður hafi farið fram

Í ljósi orða Vegagerðarinnar um að samninganefnd hafi farið til Póllands í síðustu viku vekja þau orð Björgvins athygli að engir samningafundir hafi farið fram. Hann segir að lögfræðingar frá Vegagerðinni og dönsku fyrirtæki hafi verið í Póllandi á dögunum. En það hafi hins vegar ekki verið rætt um viðbótargreiðslu sem skipasmíðastöðin hefur krafist.

Of þungur Herjólfur lengdur

Stærsta breytingin við smíði Herjólfs var að gera ferjuna alfarið rafdrifna. Um það var gerður sérstakur samningur.

Björgvin nefnir sem dæmi um aðrar breytingar að lengja hafi þurft Herjólf til þess að koma til móts við kröfur um djúpristu. Samkvæmt upphaflegum teikningum hafi skipið verið of þungt, úttekt skipasmíðastöðvarinnar sýni að munurinn hafi að lágmarki verið um hundrað tonn.

Einn möguleiki hafi verið að létta skipið með því að nota dýrt stál sem notað er við smíði herskipa. Þess í stað hafi verið ákveðið að lengja skipið.

 

Vísir.is

Tags

Herjólfur

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.