Enn ríkir óvissa um afhendingu nýs Herjólfs

- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að mál nýs Herjólfs og dýpkun Landeyjahafnar verði rætt á fundi hjá umhverfis- og samgöngunefnd

25.Mars'19 | 17:27
herj_ny_0219-001

Nýja Vestmannaeyjaferjan. Ljósmynd/aðsend

Nýr Herjólfur er tilbúinn til afhendingar. Óvíst er hvenær skipið fæst afhent vegna ágreinings um viðbótargreiðslu fyrir smíði skipsins. Talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að skipið sem nú er fullbúið sé ekkert í líkingu við það sem upphaflega hafi verið samið um.

 Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina beita sér fyrir afhendingu og vill að ágreiningi verði vísað til gerðardóms. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir því að málið verði tekið fyrir hjá samgöngunefnd Alþingis, að því er segir í frétt á ruv.is.
 
Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur krafið Vegagerðina um viðbótargreiðslur fyrir smíði nýs Herjólfs. Vegagerðin hafnar kröfunni og segir hana ekki í samræmi við samning um smíðina. Skipið er tilbúið til afhendingar en óvíst er hvenær af henni verður vegna þessa. Vegagerðin hefur boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi, fá skipið afhent en vísa ágreiningi um viðbótargreiðslur til þriðja aðila til úrlausnar. Ekki hefur fengist uppgefið hve há viðbótarkrafan er en forstjóri Vegagerðarinnar, sagði í samtali við RÚV um helgina að hún væri veruleg og þess eðlis að ef hún hefði verið upp á borði frá upphafi, hefði ekki verið samið við Crist S.A.

„Byrjar sem eitt skip og endar sem allt öðruvísi skip“

Björgvin Ólafsson er framkvæmdastjóri BP shipping agency sem er umboðsaðili Crist S.A. Hann segir skipið hafa breyst mikið frá fyrstu teikningum og sé í raun ekki lengur sama skip og samið hafi verið um í upphafi. Villa hafi verið í hönnun skipsins sem leiddi til þess að það mætti ekki kröfum um djúpristu og því hafi þurft að lengja það.  Auk þess hafi Vegagerðin óskað eftir því að skipið yrði rafdrifið sem hefði haft aukinn kostnað í för með sér. 

„Það þurfti að lengja skipið. Þetta byrjar sem eitt skip og endar sem allt öðruvísi skip. Það flækir málið.“ 

Hann furðar sig á vinnubrögðum Vegagerðarinnar sem hefur sent danska lögfræðinga á sínum vegum til Póllands en vill að öðru leyti ekki semja við skipasmíðastöðina, að sögn Björgvins. „Það er skelfilegt að þeir sendi ekki út menn til að ræða þetta. Þeir senda bara út lögfræðinga, menn eru ekkert sáttir við það og það tíðkast ekki í þessum bransa. Menn verða bara að setjast niður og tala saman. Ég er búinn að láta smíða 20-30 skip og í öllum tilvikum komast menn að samkomulagi. Það vilja ekki ræða hlutina heldur er byrjað strax á lögfræðingum.“

Skipið er tilbúið til afhendingar að sögn Björgvins og öllum prófunum er lokið. Nú strandi afhending aðeins á ágreiningi um samninginn. Björgvin segist ekki sjá fram á að úr málunum leysist nema með samningaviðræðum ytra og tekur fram að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að útkljá ágreininginn í fjölmiðlum. 

„Skipinu verður bara haldið þangað til að menn senda einhverja út sem geta samið. Þetta er bara ekki vaninn í þessum bransa eins og þeir eru að fara að þessu.“

Hafnar því að mistök hafi verið gerð við hönnun

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að samningurinn sé gerður eftir útboði og þar af leiðandi bindandi.  „Við höfðum í sjálfu sér tekið aðrar ákvarðanir ef við höfðum vitað þetta. Þessi krafa kemur ekki upp fyrr en menn fór að huga að loka undirbúningi.“

Hún hafnar því að mistök hafi verið gerð við hönnun skipsins. „Þegar skipasmíðastöðin tekur að sér verkið tekur hún að sér hönnun skipsins og alla vinnu við það, hafi orðið vitleysa er það því undir þeim komið. Það er boðin út frumhönnun og þegar þeir taka hana að sér þá flyst ábyrgðin af kaupanda skipsins yfir á byggjanda og það er mjög skýrt tekið fram í samningum hvaða ábyrgð menn eru að taka sér. Samningurinn er ítarlegur og góður og skýr.“

Hún segir eðlilegt að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af þessu en það er ekkert sem við hefðum getað gert til að koma í veg fyrir þetta.“

Unnið sé nú að því að fá skipið afhent því langan tíma geti tekið að fá lausn í mál sem þessi með gerðardómi. Skipasmíðastöðin hafi aftur á móti völd til að halda skipinu í Póllandi. „Við höfum völd til að senda þetta til þriðja aðila en við erum að vinna að því að fá skipið afhent því það getur tekið langan tíma að fá þetta útkljáð í gerðardómi.“

Vill að málið verði tekið fyrir hjá umhverfis- og samgöngunefnd

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að mál nýs Herjólfs og dýpkun Landeyjahafnar verði rætt á fundi hjá umhverfis- og samgöngunefnd, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir að beiðni um fundinn sé til komin vegna fregna af kröfu Crist S.A. um viðbótargreiðslu vegna smíðarinnar og gagnrýni á dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn. Vilhjálmur segir í samtali við fréttastofu að hann vilji fá frekari upplýsingar um kröfu Crist S.A., hve há krafan sé og af hverju hún komi seint til. Áhyggjur hans snúi þó frekar að dýpkun Landeyjahafnar en framkvæmdum við dýpkun átti að ljúka í febrúar.

 

Ruv.is

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).