Bætti 36 ára gamalt Íslandsmet

24.Mars'19 | 20:09
hlynur_andresar

Hlynur Andrésson

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson varð í dag fyrstu Íslendinga til að hlaupa 10 km götuhlaup undir 30 mínútum þegar hann hljóp á 29:49 mín. í Parrelloop hlaupinu í Hollandi í dag. Hlynur kom 27. í mark, en Úgandabúinn Mande Buschendich bar sigur úr býtum á 27:56 mín.

Hlynur bætti þar með 36 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 10 km götuhlaupi. Íslandsmetið sem Jón setti í Þýskalandi árið 1983 var 30:11 mín. Hlynur á jafnframt Íslandsmetið í 10.000 m hlaupi á hlaupabraut. Það er 29:20,91 sett í Charlottesville í Bandaríkjunum í apríl í fyrra.

Hlynur á nú fjögur gild Íslandsmet í metaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Hann á Íslandsmetin í 5000 m hlaupi, 10.000 m hlaupi, 3000 m hindrunarhlaupi og nú í 10 km götuhlaupi, segir í frétt RÚV á ruv.is.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.