Kjörið tækifæri til þess að þróa verkefni um aukið íbúalýðræði

23.Mars'19 | 05:54
kosningar

Ljósmynd/úr safni

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn að senda inn umsókn um þátttöku í verkefni um íbúasamráð í sveitafélögum sem hluti af  samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akurreyrarbæjar. 

Í bókun ráðsins segir jafnframt að mikilvægt sé að efla íbúalýðræði og verklag í tengslum við það. Er þetta kjörið tækifæri fyrir Vestmannaeyjabæ til þess að þróa verkefni um aukið íbúalýðræði.

Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitan Sambands íslensskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 m.kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Öll sveitarfélög geta sótt um, en gert er ráð yrir að velja þjrú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað sem átti frumkvæði að verkefninu.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%