200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs

23.Mars'19 | 19:55
Herjólfur Jóh 4_cr

Nýr Herjólfur. Ljósmynd/aðsend

Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 

Samninganefnd Vegagerðarinnar fór á fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi í vikunni. Rætt var um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. Vegagerðin gerði skipasmíðastöðinni tilboð, búist er við svari á næstu dögum.

Sjá einnig: Crist S.A. gerir kröfur um viðbótargreiðslu

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fer skipasmíðastöðin ekki fram á viðbótargreiðslu vegna aukaverka. Ástæða aukagreiðslunnar er sögð vera hærri heildarkostnaður við framkvæmdina en upphaflega var gert ráð fyrir. Vísir.is greinir frá.

Afhending dregist

Eitt af þeim atriðum sem tekist er á um eru dagsektir vegna seinkunar verksins. Í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf 1. júní í fyrra. Vegna breytinga var afhendingu seinkað til 1. ágúst á síðasta ári. Þá var samið um 140 daga seinkun til viðbótar. Svo tók við 30 daga tímabil án dagsekta.

Vegagerðin miðar við að dagsektir hafi fallið á verkið frá miðjum janúar síðastliðnum. Dagsektir nema 25.000 evrum fyrstu 90 dagana, rúmum þremur milljónum króna á dag. Eftir það eru dagsektir 12.500 evrur, ríflega ein og hálf milljón króna á dag.

Vegagerðin telur dagsektir vegna smíði nýs Herjólfs nema samtals 200 milljónum íslenskra króna.

Smíði Herjólfs er á lokastigi. Úttektir og prófanir eru eftir. Vegagerðin metur það svo að skipið geti verið tilbúið til afhendingar um næstu mánaðamót, að því gefnu að samningar náist við skipasmíðastöðina um lokauppgjör.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.