Félagsfundur boðaður hjá ÍBV

22.Mars'19 | 15:35
stuka_eimskipsholl

Gert er ráð fyrir að eignarhaldið á stúkubyggingunni færist frá ÍBV yfir til bæjarins í framtíðinni. Ljósmynd/TMS

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags hefur boðað til félagsfundar á föstudaginn næstkomandi. Á dagskrá fundarins er kynning á fyrirhuguðum breytingum sem orðið hafa á framkvæmdum við búningsklefa félagsins, eins og það er orðað í fundarboði á vefsíðu ÍBV íþróttafélags.

Á fundi bæjarráðs nú í vikunni var samþykkt að flytja fjárveitingu sem áætluð var til framkvæmda í Týsheimilinu, til framkvæmda í stúkunni í staðinn. Fram kom í bókun bæjarráðs að ekki hafi verið að óskað eftir viðbótarfjárheimild í fjárhagsáætlun 2019. Þá sagði í bókuninni að samþykktin sé með fyrirvara um að ÍBV íþróttafélag og Vestmannaeyjabær geri með sér eignaskiptasamning sem felur í sér eignarhald bæjarins á stúkunni í framtíðinni.

Félagsfundurinn er eins og áður segir á föstudaginn, þann 29. mars í Týsheimilinu, félagsheimili ÍBV og hefst hann kl. 12:00.

 

 

Tags

ÍBV

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).