Áformin fela í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum

22.Mars'19 | 00:27
Drón sólarlag_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Tekjutap Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2020 og 2021 vegna útgjaldajöfnunar og fasteignaskatts mun nema um 80 milljónum og framlög til málefna fatlaðra lækka um 2,5 milljónir gangi áform fjármálaráðherra og ríkissjórnarinnar eftir um að skerða tekjur jöfnunarsjóðs.

Ofangreint er meðal annars það sem fram kemur í minnisblaði sem Samband íslenskra sveitarfélaga tók saman með skýringum á fyrirhugaðri skerðingu og mati á áhrifum hennar á einstök sveitarfélög. 

Bæjarráð fjallaði einnig um bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl., vegna áforma fjármálaráðherra og ríkissjórnarinnar um að skerða tekjur jöfnunarsjóðs. Kemur m.a. fram í umræddri bókun að stjórnin mótmæli harðlega fyrirætlun fjármála- og efnahagsráðherra um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 milljarða kr.(innsk. 2,8 milljarða.kr.) á næstu tveimur árum, ekkert samráð hafi verið að sambandið og þess krafist að boðuð áform gagnvart sveitarfélögum verði dregin til baka. 

Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi í andstöðu við formlegt samráðsferli ríkis og sveitarfélaga

Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 2,8 milljarða á árunum 2020 og 2021. Þetta segir í bókun ráðsins vegna áforma fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs.

Þá segir í bókuninni að skerðingin komi harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að dregið verði úr þeirri þjónustu. 

Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er tæpar 505 m.kr. og vegna málefna fatlaðra 29 m.kr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks. 

Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu, segir í bókun bæjarráðs.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%