Eigendaskipti á 900 Grillhúsi

21.Mars'19 | 11:19
900_grillhus_2017

900 Grillhús. Ljósmynd/TMS

Eigendaskipti hafa orðið á veitingastaðnum 900 Grillhús. Ingimar Andrésson og fjölskylda hans sem hafa rekið staðinn frá miðju ári 2017, hafa selt bæði húsnæðið og reksturinn.

Kaupendur eru Fanný Rósa Bjarnadóttir og Bergvin Oddsson, sem einnig rekur Aska Hostel í Bárustígnum. Þau hjón tóku við rekstri 900 Grillhúss í síðustu viku og áætla að opna salinn í næstu viku. 900 Grillhús hefur verið í rekstri síðan árið 2010.

Bergvin Oddsson, segir í samtali við Eyjar.net að hann hlakki til að takast á við þetta verkefni. „900 Grillhús hefur þjónustað Eyjamenn vel í gegnum tíðina og munum við leggja áfram áherslu á það.” Bergvin segir enn fremur að hann sjái fyrir sér samlegðaráhrif af þessum rekstri og rekstri Aska Hostel.

Hann segir spennandi tíma framundan í ferðaþjónustu í Eyjum. „Ný ferja er væntanleg og svo eru hvalir á leiðinni sem munu hafa mikið aðdráttarafl. Þannig að við lítum björtum augum á framtíðina.” segir Bergvin.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.