Eigendaskipti á 900 Grillhúsi

21.Mars'19 | 11:19
900_grillhus_2017

900 Grillhús. Ljósmynd/TMS

Eigendaskipti hafa orðið á veitingastaðnum 900 Grillhús. Ingimar Andrésson og fjölskylda hans sem hafa rekið staðinn frá miðju ári 2017, hafa selt bæði húsnæðið og reksturinn.

Kaupendur eru Fanný Rósa Bjarnadóttir og Bergvin Oddsson, sem einnig rekur Aska Hostel í Bárustígnum. Þau hjón tóku við rekstri 900 Grillhúss í síðustu viku og áætla að opna salinn í næstu viku. 900 Grillhús hefur verið í rekstri síðan árið 2010.

Bergvin Oddsson, segir í samtali við Eyjar.net að hann hlakki til að takast á við þetta verkefni. „900 Grillhús hefur þjónustað Eyjamenn vel í gegnum tíðina og munum við leggja áfram áherslu á það.” Bergvin segir enn fremur að hann sjái fyrir sér samlegðaráhrif af þessum rekstri og rekstri Aska Hostel.

Hann segir spennandi tíma framundan í ferðaþjónustu í Eyjum. „Ný ferja er væntanleg og svo eru hvalir á leiðinni sem munu hafa mikið aðdráttarafl. Þannig að við lítum björtum augum á framtíðina.” segir Bergvin.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%