Samþykkt að flytja fjárveitingu úr Týsheimili yfir í stúku

20.Mars'19 | 12:10
hasteinsvollur

Íþróttavæðið við Hástein. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir erindi frá ÍBV íþróttafélagi þar sem óskað er eftir því að bæjarráð flytji fjármagn vegna framkvæmda sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019, úr Týsheimili í stúkuna við Hásteinsvöll. 

Markmiðið er áfram að endurbæta aðstöðu leikmanna, dómara og starfsfólks í tengslum við knattspyrnuleiki á Hásteinsvelli, en þeirri aðstöðu verði komið fyrir í stúkunni í stað Týheimilisins.

Bærinn eignast stúkuna í framtíðinni

Bæjarráð samþykkti að flytja fjárveitingu sem áætlað var til framkvæmda í Týsheimilinu, til framkvæmda í stúkunni í staðinn. Ekki er verið að óska eftir viðbótarfjárheimild í fjárhagsáætlun 2019. Samþykktin er með fyrirvara um að ÍBV íþróttafélag og Vestmannaeyjabær geri með sér eignaskiptasamning sem felur í sér eignarhald bæjarins á stúkunni í framtíðinni. Bæjarráð leggur áherslu á að fjölskyldu- og tómstundaráð taki í framhaldi upp framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum. 

Ofangreint var samþykkt með tveimur atkvæðum H lista og E lista. Fulltúi D lista sat hjá. 

Vill staldra við og óska eftir afstöðu fagráða

Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að hann fagni þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á íþróttasvæðum Vestmannaeyjabæjar undanfarin ár, sú uppbygging hefur kostað mikla fjármuni enda málstaðurinn góður og starfið öflugt. Í núverandi fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir fjármagni í endurbætur á Týsheimilinu sem er húsnæði í eigu Vestmannaeyjabæjar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var fylgjandi þeirri stefnu að fara í þær lagfæringar sem til stóð að fara í á búningsklefum og öðru í húsnæðinu nýlega var t.d. skipt um þak á Týsheimilinu. 

Í ljósi fyrirspurnar ÍBV um að færa fjármagn á milli liða úr viðhaldi Týsheimilis í eign sem á nú að skrá á Vestmannaeyjabæ, er nauðsynlegt að staldra við og óska eftir afstöðu fagráða á þessari stefnubreytingu. 

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er sammála því að mikilvægt er að fyrirhuguð stefnubreyting komi til umræðu í fjölskyldu- og tómstundaráði enda eðlilegt að heildarstefnumótun eigi sér stað um svæðið til framtíðar og að afstaða framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar til framkvæmdarinnar liggi fyrir. Í minnisblaði sem fylgir með málinu kemur fram að verði Týsheimilið rifið vegna stækkunar á knattspyrnuhúsinu verði væntanlegar eftirstöðvar af bókfærðu verði hússins afskrifaðar sem er á bókfærðu verði síðasta árs 57,6 milljónir. 

Þar sem afstaða fagráða liggur ekki fyrir og umræða hefur enn ekki farið fram þar, er erfitt að taka afstöðu til málsins að svo stöddu. Þar sem spurningum á borð við heildarstefnumótun svæðisins, framtíðarhlutverk Týsheimilisins, heildarkostnað og fjármögnun framkvæmdarinnar er ósvarað. Við framkvæmdina er verið að tvöfalda rekstrarkostnað Vestmannaeyjabæjar við rekstur húsnæðis Týsheimilis og stúku, o.s. frv. Mikilvægt er að huga vel að auknum rekstrarkostnaði þegar ákvörðun um slíkar framkvæmdir er að ræða, segir enn fremur í bókun Trausta Hjaltasonar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).